Miðvikudagur.
Fórum í bæinn og keyptum sex Gullfiska í tjörnina, ásamt því að við fórum í Bónus og Hagkaup.
Þegar heim var komið þá fórum við með fiskana upp í tjörn og var ekki annað að sjá en að þeir fíluðu sig fínt í tjörninni, þetta voru sex kríli sem við slepptum og vonandi vaxa þeir og dafna í tjörninni ;) ef ekki þá liggur ekkert annað fyrir þeim en að drepast.........
Á bakaleiðinni komum við við í gljúfrinu og kíktum á Fálkahreiðrið, annað foreldrið sat og fylgdist með okkur svo að ekki var um að villast hvaða tegund var þarna á ferðinni. En vonandi fá greyin að vera í friði fyrir ágangi manna og þá veit maður aldrei nema að þau verpi þarna aftur ;).

Fimmtudagur.
Dagurinn heilsaði okkur með 22°C í forsælu og hélst veðrið í þeim gír í allan dag, maður var hálf lamaður í hitanum og nennti vart að hreyfa sig.
Upp úr hádegi hafði ég mig samt í að trekkja velhestinn í gang og brunaði upp á dal til að huga að fiskeldinu, þar hringsólaði ég í kring um tjörnina í steikjandi hita dágóða stund en sá ekki neitt til afkvæmanna ;( það er kannski ekki að marka þar sem sólin bakaði niður og eftir því er mér skilst þá eru þessi Gullfiskakríli lítið fyrir sól og geri ég ráð fyrir að þau hafi átt auðvelt með að fela sig í gróðrinum.
Allavega sá ég ekkert Gullfiskalík á floti og geri þar með ráð fyrir að þeir lifi!.
Á eftir hjólaði ég niður á höfn og kíkti aðeins um borð í Sigluvíkina en hún leit aðeins við með einhverja bilun í skyldvindu. Það er víst búiða að selja Sigluvíkina til Afríku og er hún á leið til Spánar í einhverja klössun áður en hún heldur ferðinni áfram til svartlingjahausanna í suðri ;).
Já það fækkar alltaf skipunum í þessum vesæla hryllingsflota okkar og kannski er það bara af hinu góða að einhver þessara langlegupramma seljist úr landi.
En hvað ætla Íslendingar að gera ef einhvertímann verður hægt að auka þennan vesalings kvóta? Þá stöndum við frammi fyrir því að við eigum hvorki skip né vinnslustöðvar til að sinna kvótanum, það skiptir kannski ekki máli því þá verðum við komin í Evrópusambandið og þeir taka að sér að sinna þessu fyrir okkur skrælingjana.
Jæja við nennum ekki að velta okkur upp úr því enda ekki okkar að ákveða hvernig þetta verður, þetta er allt fyrirframmákveðið og nú keppist auðvaldið í að sölsa undir sig eins mikið og þeir geta áður en þetta verður allt sett undir Evrópusambandið.
Einhvertímann hét þetta að koma ár sinni vel fyrir borð, en ekki geta samt allir róið með sömu árinni og takmarkað er hvað margir komast í bátinn svo að alltaf verða einhverjir eftir í fjörunni.............................

Hu humm á ekki að hætta þessu mali og koma með magaæfingarnar ;):

Jónas fór að hitta prest sinn og var mikið niðri fyrir.

"Heyrðu mig, Séra Guðmundur," sagði hann. "Sko, eins og þú veist, þá
erum við, konan mín og ég, búin að vera gift í nokkrar vikur, og um daginn
gerði ég svolítið, sem ég held að ég hefði ekki átt að gera. Heldurðu
nokkuð að við verðum rekin úr kirkjunni?"
"Ja, ég veit ekki," sagði presturinn, "hvað var þetta sem þú gerðir?"
"Jú, sjáðu til, um daginn, þá kom ég að konu minni þar sem hún var að
bogra svolítið og ... ja, ég veit eiginlega ekki hvað kom yfir mig, ég bara
tók hana þarna, þar sem við stóðum, aftan frá. Heldurðu að okkur verði
nokkuð hent út úr kirkjunni?"
"Ja, sjáðu nú til," sagði presturinn. "Kirkjan mælir að vísu ekki með
slíku háttarlagi, en þið eruð nú hjón og líklegast er að kirkjan mundi líta
á þetta sem fullkomnun hjónabandsins, hvaða stelling eða aðferð er svosem notuð."
"En verður okkur hent út úr kirkjunni?" spurði Jónas.
"Nei, af hverju heldurðu það?" sagði þá presturinn.
"Jú, sko, okkur var kastað út úr kaupfélaginu."

Taka tvö.

Jónas og Guðmundur voru góðir vinir. Þeir ræktuðu saman kartöflur,
plöntuðu trjám, spiluðu saman um helgar og fóru stöku sinnum saman
á hverfiskrána. Báðir voru giftir. Jónas átti sjö börn, en Guðmundur
á aðeins eitt, þó þeir hefðu verið giftir í svipaðan tíma.

"Segðu mér, Guðmundur minn," sagði Jónas, "hvernig ferðu að því
að eiga bara eitt barn á sama tíma og ég er búinn að eignast sjö?"
"Jú, sko, ég nota örugga tímabilið," sagði Guðmundur.
"Örugga tímabilið?" segir Jónas, "hvenær er það?"
"Annan hvern þriðjudag þegar þú ert á Lions fundi."

Og þá látum við þetta gott heita í dag.
Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur hvar sem þið eruð.
><((Hörður))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi