Það er engin bilbugur á sumrinu hérna fyrir norðan og heilsaði þessi dagurinn okkur með sól og hita.
Fyrir hádegi fórum við nágrannarnir í göngutúr upp á dal til þess að skoða aðstæður í brunnklukkutjörninni fyrir gullfiska, jamm við erum að spekúlera í að setja annaðhvort gullfiska eða svokallaða tjarnarfiska í þessa tjörn svona til gamans ;).
Hérna áður fyrr var alltaf silungur í þessari tjörn en síðustu ár hefur ekki verið neinn fiskur í tjörninni, það eru uppsprettur í tjörninni svo að hún botnfrís aldrei og eftir því sem að mér skilst þá er í lagi með þessa tjarnarfiska(gullfiska) ef ekki botnfrís, þ.e.a.s allt árið um kring.
Á leiðinni til baka gengum við meðfram ánni á gljúfurbakkanum, Siggi hélt að hann hefði heyrt í Önd en þegar betur var að gáð voru tveir ungar á sillu í gljúfurbarminum, við sáum svo skip af rjúpu og einhverjar slitrur af smáfuglum svo að böndin bárust fljótlega að ránfugli en þar sem ekki var auðvelt að komast að hreiðrinu eða sjá ungagreyin löbbuðum við bara áfram.
Seinna í dag fréttum við svo að líklega væri þetta væri Fálkahreiður svo að fyrir liggur að skoða þetta aðeins betur með sjónauka og reina að fá gruninn staðfestan.
Eftir hádegið trekkti ég svo vélhestinn í gang og reið honum inn allan Svarvaðadal og Skíðadal og endaði fram við Stekkjarhús en þar snéri ég við.
Vélfákurinn var svo þreyttur í hitanum og sólinni að hann lagðist flatur þegar ég var að bisa við að opna einhvern hliðgarminn á leiðinni, en það skaðaði greyið ekki og við héldum ferðinni ótrauðir áfram heim á leið glaðir og sveittir.
Í kvöld fór ég svo og lúsaeitraði runnana hjá Sölu vinkonu okkar, sama meðferð og ég beitti á runnana hjá okkur í gærkvöldi, það var allt vaðandi í Lús og maðki og ekki lífvænlegt fyrir runnana.

En þá er komið að magaþjálfuninni ;):

Guðmundur sat á hverfiskránni og var verulega dapur. Jónas ákvað að hressa hann við, fór til hans og spurði hann hvað væri að.
„Það er tengdamóðir mín,“ sagði Guðmundur. „Ég er í vandræðum með kellinguna.“
„Iss-piss, það er ekkert mál!“ sagði Jónas. „Það eru allir í vandræðum með tengdamæður sínar.“
„Já, en ég gerði mína ólétta,“ sagði Guðmundur

One more:

Fjórir vinir, Jónas, Guðmundur, Magnús og Friðþjófur voru að tala saman og metast um hvað væri hraðast í þessum heimi.
Friðþjófur sagði „Ég held að það sé hugsunin, því þegar maður stingur sig í fingurinn eða brennir hendina, þá verður sársaukinn að hugsun undir eins og skellir sér á heilann.“
Magnús sagði „Já, en ég held að það sé þegar maður deplar augum. Sko, þegar maður deplar augunum og opnar þau aftur, þá sér maður allt um leið og ekkert hefur breyst.“
Guðmundur sagði „En ég held að það sé ljósið, því að um leið og maður kveikir, þá kemur ljósið og allt veður bjart.“
Jónas sagði „Ég held að það sé niðurgangur.“
Allir hinir spurðu í einu „Niðurgangur? Af hverju?“
Jónas sagði „Sko, núna skal ég útskýra það. Um daginn fór ég á Þorrablótið hjá Karlakórnum og borðaði vel úr stórum bakka og drakk bjór og brennivín eins og ég gat. Þegar það var langt komið, þá dró Magga mig á þorrablótið hjá kvenfélaginu, sem var haldið sama kvöldið og þar þurfti ég að borða annað eins af súrmat og hákarli og drekka ómælt af kláravíni og Sénna.“
Friðþjófur spurði „En hvað hefur það með hraðann á niðurgangi að gera?“
Jónas sagði „Seinna um nóttina, þegar ég var um það bil að sofna, þá fann ég einhverja ólgu í maganum og áður en ég gat hugsað, eða deplað augunum eða kveikt ljósið, þá . . . “

Látum þetta duga í dag.
Gangið á Guðs vegum.
><((Hörður)°>


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi