..::Orgaðu ef þú þarft þess!::..
Þetta er að verða argandi snilld hjá manni þessi túr sem þó varla er byrjaður, ef það er ekki kolvitlaust veður þá er svo mikill straumur að maður ræður ekki neitt við neitt. Meira að segja nýja fína stýrið á í erfiðleikum með að halda okkur á valdri stefnu. Ofan á þetta allt saman bætist lélegur afli sem ég hélt að gæti ekki versnað en það er líka á niðurleið. Nú hefði ég haldið að botninum væri náð í þessu pöddufiskiríi hérna á hattinum. Manni sárlangar til að orga af lífs og sálarkröftum yfir þessu ástandi, ég er að hugsa um að láta það eftir mér, fara út á brúarvæng og orga eins og stungin Grís upp í veðrið. Maður ætti að verða nokkuð góður eftir það ;).

Annars er sjálfsagt ekkert við þessu að gera annað en að mæða þetta áfram og vona það besta, sjálfsagt gæti þetta verið miklu verra. Og ekki þurfum við að kvarta yfir hungri eða vosbúð svo að þetta hlýtur að koma.

Það er sól á hattinum í dag og vestan fimm sex eftir gamla Beufort skalanum og samsvarandi sjór. Það eru einhverjir sem hafa trú á okkur og fuglaskarinn eltir okkur hvert hænufet í von um að eitthvert æti hrökkvi út af skútunni handa þeim. Það er ekki mikið æti í boði handa sísvöngum fuglagreyjunum þessa dagana, fá skip á sjó og léleg veiði. Það er sennilega mun verra að vera fugl en maður á hattinum þessa stundina, og svo er maður að kvarta ;).

That´s it for to day.

Vona að vermdar Englar Guðs verði með ykkur í hverju því sem þið eruð að bjástra við þessa stundina, við getum víst öll þegið smá aðstoð ,).

<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi