..::Viltu vinna milljón? ::..
Það er alltaf það sama sem er á þessu blessaða bloggi mínu, veður og veiði! Ég var samt að hugsa um að minnast ekkert á það í dag til tilbreytingar ;).

Í gærkvöldi féll ég út úr viltu vilja milljón keppninni sem Valgarður og Toni voru með á mig, Toni var salurinn og Valgarður spyrjandinn. Það var búið að ganga skítsæmilega ég fékk eina til tvær spurningar á dag og var komin upp í 250.000 og átti einn kost ónotaðan þegar ég var felldur úr á skítaspurningu að mínu mati ;). Hvar var fyrsta yfirbyggða sundlaugin á Íslandi? A:Hafnafjörður B:Reykjavík C:Eskifjörður D:Fáskrúðsfjörður Og samkvæmt þáttarstjórnanda var D rétt svar en ég hélt í fávisku minni að það væri A ;). Já það er með ýmsu móti sem menn stytta sér stundir á þessum skútum ;).

Svo hef ég verið að kroppa upp úr blaðapokanum sem foreldrar mínir færðu mér upp að Leifsstöð þegar ég yfirgaf klakann, í einu blaðinu rakst ég á brandara sem ég var að vísu búin að sjá áður en finnst alltaf jafn góður, og hér kemur hann:

Einu sinni voru tvíburar, Burkni og Frosti.
Burkni átti gamalt skúturæksni.
Það vildi svo til að eiginkona Frosta lést sama dag og snekkja Burkna sökk. Nokkrum hitti gömul kona Burkna og hélt að þar færi Frosti. Hún sagði því: - ég samhryggist þér, vinur. Burkni hélt að hún væri að tala um snekkjuna og sagði: - Æ, ég er nú fegin að vera laus við hana. Hún var alltaf hálfgerð drusla. Botninn á henni var allur skorpinn og hún lyktaði eins og úldin ýsa. Hún hélt ekki vatni, var með vonda rauf að aftan og risagat að framan. Í hvert sinn sem ég notaði hana stækkaði gatið og hún lak vatni út um allt. Svo fór hún endanlega þegar ég lánaði hana fjórum vinum mínum sem langaði að skemmta sér. Ég varaði þá við að hún væri ekki mjög góð, en þeir vildu notast við hana samt. Svo reyndu þeir allir að fara í hana í einu og hún rifnaði í tvennt. Þá leið yfir gömlu konuna............

Þetta verður að duga ykkur í dag.

Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur og passa fyrir mig, á meðan ég er á sjónum.


<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi