..::Læti::..
Þetta eru hálfgerð læti hjá okkur núna og litill vinnufriður á svona skóhorni eins og Erlunni, en það verður að bíta á jaxlinn setja hausinn undir sig og fara aðeins lengra en maður hefur kjark í ef það á að ná einhverjum árangri í þessum látum;). Þetta myndi flokkast undir fínasta þurrk hérna núna en ég er ekki viss um að dulurnar héngu á snúrunum en það tækist að hengja þær á strenginn, já það gustar hressilega á okkur þennan daginn og útlit fyrir svipuðum gusti á morgun. Þetta verður ansi ódrjúgt þegar ekki er hægt að vera að nema öðru hvoru, en maður mátti svo sem búast við þessu á þessum árstíma, þetta hafsvæði hefur svo sem ekki verið kennt við lognpoll eða heiðatjörn hingað til.
En það er við þessa dollu hérna að hún virðist aldrei betri í sjó en þegar það er orðið spænuvitlaust veður, en í logninu eftir brælurnar þá veltur hún eins og tvinnakefli. Svo þetta er hreint ekki svo snargalið, vantar bara 1000hp í viðbót og 3m skrúfu þá værum við nokkuð góðir i brælunni.
En það er best að hætta þessu veðurbulli og snúa sér að einhverju skemmtilegra.
Ég er búin að vera að hlusta á nýja diskinn hennar Heru Hjartar sem Hjördís gaf mér áður en ég fór, hann er allgjör snilld þessi diskur og gaman fyrir okkur Íslendinga að eiga svona góða tónlistar og textahöfundi. Ég mæli með því að þið gælið aðeins við eyrun á ykkur með þessum disk ef þið eruð ekki þegar búin að því.
Klukkan 18:40 í kvöld var trollið komið inn á dekk og mikið agalega var ég fegin þegar pokinn datt inn á dekk, ég hafði beðið fulllengi með að hífa og mér leist satt best að segja ekkert á hvað voru komnar agalegar kvikur og ekki bætti úr skák þegar grandararnir stb megin festust milli hleraskónna, en auðvitað leystist það . Maður alltaf skíthræddur um kallana sína úti á dekki þegar verið er að taka þessa rusl inn í kolvitlausu veðri. En Guð og lukkan var með okkur núna og allt gekk eins og smurð maskína.
Mér sýnist og heyrist að það þurfi ekki að hafa áhyggjur af veiðunum fyrr en eftir morgundaginn ef spáin gengur eftir. Það verður bara að snúna nefinu upp í og nota tíman til að ditta að druslunni, lesa góða bók eða gapa á sjónvarpið ;).
Ég vona að Guð gefi ykkur góðan dag og nótt, og munið eftir bænunum ykkar í kvöld. Og brosa það þíðir ekkert annað en að brosa svolítið og sjá björtu hliðarnar á þessu ollu saman, allt hefur þetta einhvern tilgang þó okkur sé það kannski ekki ljóst í augnablikinu, en það kemur seinna ;).
<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>
Þetta eru hálfgerð læti hjá okkur núna og litill vinnufriður á svona skóhorni eins og Erlunni, en það verður að bíta á jaxlinn setja hausinn undir sig og fara aðeins lengra en maður hefur kjark í ef það á að ná einhverjum árangri í þessum látum;). Þetta myndi flokkast undir fínasta þurrk hérna núna en ég er ekki viss um að dulurnar héngu á snúrunum en það tækist að hengja þær á strenginn, já það gustar hressilega á okkur þennan daginn og útlit fyrir svipuðum gusti á morgun. Þetta verður ansi ódrjúgt þegar ekki er hægt að vera að nema öðru hvoru, en maður mátti svo sem búast við þessu á þessum árstíma, þetta hafsvæði hefur svo sem ekki verið kennt við lognpoll eða heiðatjörn hingað til.
En það er við þessa dollu hérna að hún virðist aldrei betri í sjó en þegar það er orðið spænuvitlaust veður, en í logninu eftir brælurnar þá veltur hún eins og tvinnakefli. Svo þetta er hreint ekki svo snargalið, vantar bara 1000hp í viðbót og 3m skrúfu þá værum við nokkuð góðir i brælunni.
En það er best að hætta þessu veðurbulli og snúa sér að einhverju skemmtilegra.
Ég er búin að vera að hlusta á nýja diskinn hennar Heru Hjartar sem Hjördís gaf mér áður en ég fór, hann er allgjör snilld þessi diskur og gaman fyrir okkur Íslendinga að eiga svona góða tónlistar og textahöfundi. Ég mæli með því að þið gælið aðeins við eyrun á ykkur með þessum disk ef þið eruð ekki þegar búin að því.
Klukkan 18:40 í kvöld var trollið komið inn á dekk og mikið agalega var ég fegin þegar pokinn datt inn á dekk, ég hafði beðið fulllengi með að hífa og mér leist satt best að segja ekkert á hvað voru komnar agalegar kvikur og ekki bætti úr skák þegar grandararnir stb megin festust milli hleraskónna, en auðvitað leystist það . Maður alltaf skíthræddur um kallana sína úti á dekki þegar verið er að taka þessa rusl inn í kolvitlausu veðri. En Guð og lukkan var með okkur núna og allt gekk eins og smurð maskína.
Mér sýnist og heyrist að það þurfi ekki að hafa áhyggjur af veiðunum fyrr en eftir morgundaginn ef spáin gengur eftir. Það verður bara að snúna nefinu upp í og nota tíman til að ditta að druslunni, lesa góða bók eða gapa á sjónvarpið ;).
Ég vona að Guð gefi ykkur góðan dag og nótt, og munið eftir bænunum ykkar í kvöld. Og brosa það þíðir ekkert annað en að brosa svolítið og sjá björtu hliðarnar á þessu ollu saman, allt hefur þetta einhvern tilgang þó okkur sé það kannski ekki ljóst í augnablikinu, en það kemur seinna ;).
<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>
Ummæli