..:Stjörnuljósasería::..
Það er varla hægt að segja að ég hafi dregið á mér rassgatið út úr húsi í dag ;(.
Þó drattaðist ég út í kvöld og hengdi upp stjörnuljósaseríu í öspina sem er norðan við húsið.
Svo klístraði ég einni seríu í stofugluggann, einni af þrem ,) en þar sem sogskálarnar voru uppurnar þá verða hinar seríurnar að bíða morguns.

Kippti ISDN kortinu og örgjafaviftunni úr gömlu tölvunni, en á morgun ætla ég að kaupa nýja viftu og netkort í gamla hólkinn og koma henni af stað.
Nýi routerinn getur tekið fjórar vélar og þar sem alltaf er biðröð í nýju tölvuna þá verður að bregðast við aukinni eftirspurn og henda upp annarri vél ,).

Í gærkvöldi las ég svo í gegn um dagbókina sem Einar afi hélt árið 1947 og hafði gaman af. Ég man ekkert eftir afa enda var ég bara grislingur þegar hann dó, en þessi lestur gaf mér aðeins innsýn í það líf sem hann lifði.

Læt þetta duga í dag.

Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur og vermda fyrir öllu vondu og ljótu, okkur veitir víst ekki af öllum þeim stuðning og styrk sem við komumst yfir ;) eða hvað?
Getum við ekki alltaf bætt á okkur hamingju og lífsgleði?

<°(())>< Hörður ><(())°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi