.::Frídagur::..
Sökum ytri aðstæðna þá fór bloggið mitt út um þúfur í gær, en þetta á nú kannski frekar að vera til gaman heldur en kvöð. Svo að frí og veikindadagar eru ótakmarkaðir ;).
Gott að vera í vinnu hjá mér ;)...............

Ég keypti mér netkort og nýja örgjafaviftu í gamla hólkinn seinnipartinn í gær, þegar heim kom var svo garmurinn hlutaður í sundur til að auðvelda aðgengi að innviðunum.
Svo var netkortinu þjösnað í raufina (Passaði frekar illa) og viftan skrúfuð á kælinn.
En djö maður nýja viftan var nærð með þremur endum en sú gamla hafði látið sér duga tvo enda, eftir smá pælingu var töngin og vasahnífurinn dregin fram endarnir afeinangraðir og snákarnir snúnir sama ,). Aukaendinn var látin lafa laus, svo var bara að hleypa straum á loka augunum og vona það besta. Viti menn viftukvikindið snérist svo að þessi aukaendi virðist hafa verið óþarfi ;) he he.
Nú var bara að einangra endana og skrúfa lokið á.
Svo setti ég gömlu tölvuna upp í tölvusetrinu okkar og tengdi alla snákasúpuna í rassgatið á henni. Og viti menn þetta virkaði 6-11-14 knok knok. Nú er hægt að bruna á netinu á báðum tölvunum ;)........Þetta er náttúrulega snilld...................

Í gær átti Kiddi Kalla 75ára afmæli, auðvitað mundi ég ekki eftir því frekar en öðrum afmælisdögum, ég má teljast heppin ef ég man eftir mínum eigin afmælisdegi ;).
En betra er seint en aldrei, og óska ég Kidda hjartanlega til hamingju með daginn í gær.

Í dag reyndi ég að gera heimasíðuna mína aðeins jólalegri en lenti aðeins út af sporinu og flæktist í internetinu og ætlaði aldrei að losna aftur! Þegar ég loksins losnaði hafði ég engan tíma í eitthvað jólastand svo að ég henti inn tveim grenilengjum ;) á síðuna og lét þar við sitja. En hver veit nema ég verði einhvertímann duglegur ;).

Og svo maður haldi áfram að dást að dugnaðinum í sjálfum sér ;) þá klístraði ég upp slatta af jólaljósum með sogskálum á stofugluggana.
Þetta voru óvenju leiðinlegar sogskálar og bæði var erfitt að fá þær til að tolla á glugganum og svo var erfitt að þjösna perustæðunum í spennuna ;(.
Þessar sogskálar voru keyptar í rúmfatalagernum og fá bara eina ssstjörnu hjá mér.

That´s it for to day ;);).

Það er mín dýpsta von að Englar Guðs vaki yfir ykkur hvar sem þið eruð stödd í veröldinni, hvað sem þið eruð búin að gera af ykkur ;).
Við eru jú öll jöfn fyrir Guði og honum þykir jafnvænt um okkur öll ;).
Munið eftir brosinu og góða skapinu, það er engin ástæða til að vera í fúll og leiðinlegur.
Guð geimi ykkur......................

<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi