..::Radio gaga::..
Það er alltaf verið að búa sér í haginn á þessu og ávallt nóg að gera, í dag var veslings vinnslustjórinn minn settur í það að koma upp aukahátölurum svo að betra væri að hlusta á útvarpið í sófasettinu í brúnni, þetta kostaði þvílíkt rifrildi en sem betur fer er Reynir líka lærður timburmaður svo hann var ekki lengi að rykkja þessu niður, saga göt fyrir hátalarana og smella þessu svo öllu saman.
Halli vélstjóri var svo fengin í tengingar og lagnir ásamt rafvirkjanum, það var mesta furða hvað þetta gekk hratt fyrir sig, en það verður að játa að rafvirkinn kom lítið nálægt verkinu. Ég fékk svo aðeins að taka í lóðboltann því ég varð að komast aðeins með fingurna í þetta, það er jú bara Hólmarinn í mér “Hver hefur sinn djöful að draga!” hehe eða þannig :).

Á myndinni er Reynir vinnslustjóri/timburmaður/mublusmiður að reka síðustu naglana í hátalaraverkið ógurlega :).

Það voru ekki þungar byrgðar á Bjúgnasleiki þegar hann færði mér í sokkinn síðastliðna nótt, ekki það að ég sé neitt að vanþakka það sem hann færði mér, en það var einn moli af Mackintosh, vonandi verður bróður hans betri í bakinu og færir mér eitthvað stórt í fyrramálið :).

Munið svo að vera þæg og góð svo að Jólasveinninn þrusi ekki framhjá í fýlu, eða setji ekki einhvern óætan óþverra í skóinn/sokkinn ykkar.

Jamm og jæ, ég læt þetta duga í bili....

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þú ert nú ekki á flæðiskeri staddur að hafa hann Reyni á svæðinu - bið kærlega að heilsa honum. Vona svo að þú fáir eitthvað bitastætt í sokkinn síðustu dagana fyrir jól.
Nafnlaus sagði…
Já það er ekki slæmt að hafa Reynir með sér í þessum barningi.
Nafnlaus sagði…
Hvaða hvaða maður getur ekki orðið skrifað nafnið sitt rétt hehe, kannski orðin svona blekktur á skrifmáli eftir alla þessa útveru?

Vinsælar færslur af þessu bloggi