..::Ég vildi::..
Ég vildi að alla daga væru jól, var einhverstaðar sungið, en ég held að ég geti nú ekki verið sammála því, alla vega ekki þessi jól.
En ekki get ég sagt að það sé margt sem minnir á jólin hérna annað en jólasokkurinn fíni og svo jólapakkarnir mínir niðri í klefa.
Við félagarnir erum ekki búnir að ákveða hvað við ætlum að borða á aðfangadagskvöld, en mig grunar að það verði Önd hjá okkur, annars spurði ég einn af mínum mönnum í fyrradag hvernig hann héldi að aðfangadagurinn yrði? Svarið var stutt og laggot “Bara eins og dagurinn í dag!”.

En hvað sem því öllu líður þá fer ekki illa um okkur hérna, eins og sjá má á myndinni þar sem þeir félagar morra yfir fréttunum í sófunum.

Eitthvað er Sveinki skárri í bakinu, því það voru tveir molar í sokknum í morgun, en spennan eykst og eykst, og það styttist óðfluga í aðfangadaginn sem ég held að karlræfillinn sé búin að vera spara sig fyrir.

Og þá er þetta komið í dag, bið heilladísina að strá yfir ykkur ráðlögðum dagskammti af gleði og hamingjuryki og munið að vera þæg og góð við allt og alla.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Haukur fékk í fyrsta sinn í skóinn í morgun greinilegt að enginn nema Gluggagægir ratar í Stangarholtið :)

Ég hafði stungið prjónuðum jólasveini "Soffíusi" ofan í jólasokkinn og síðan litlum geithafri. Haukur var hinn ánægðasti með þetta og trítlaði með þetta fram í stofu. Kom svo stuttu seinna aftur og kafaði ofan í sokkinn og sagði "Meia...meia", þau eru því fljót upp á lagið þessar elskur :)
Nafnlaus sagði…
Gaman að heira að við frændurnir séum á svipuðu róli í baráttunni hehe.

Vinsælar færslur af þessu bloggi