..::Stúfur::..
Tíminn tætir alveg áfram og það eru bara að detta á jól, það er nú meiri hraðinn á þessu núna, en góðu punktarnir í því að tíminn líði svona hratt er náttúrulega það að maður verður komin heim fyrr en varir ;).
Sveinki kom í nótt og færði mér Toblerone og skrifaði mér bréf sem ég hef ákveðið að hafa ekki eftir því ég geri ráð fyrir að þetta sé lesið af viðkvæmum sálum hehe, en karlanginn var eitthvað pirraður yfir vettlingamissinum, “grumpy old” man hefði það einhverstaðar verið orðað. En hann ætti að geta tekið gleði sína aftur í nótt því að ég set vettlinginn í sokkinn og þá kemst hann varla hjá því að finna hann.
Annars er svo sem ekki mikið í fréttum annað en að veiðunum hérna svipar örlítið til Tómatsósu hellingum, fyrst kemur ekkert og svo kemur allt!, förum ekki nánar út í það ;).
Það er náttúrulega alltaf sama góða veðrið hérna, en það fer um mann hrollur þegar maður heyrir hvernig veðrið hefur verið heima á Íslandi undanfarið.
Það er nú alltaf verið að punda á ríkisstjórnina varðandi hitt og þetta, en ég held miðað við síðustu daga þá hefði verið nær að slá af framkvæmdir við Kárahnjúka Héðinsfjarðargöng og nýtt Varðskip, bara hætta við það.
Og leggja frekar áherslu á að byggja nýja Örk, ekki ósvipaða þeirri sem Nói heitinn byggði um árið, ekki er ráð nema í tíma sé tekið og miðað við allt vatnsmagnið sem dunið hefur á landanum undanfarana daga þá held ég að það gæti verið gott að eiga eitt stykki Örk sem rúmaði alla landsmenn :), svona just in case!.
Mynd dagsins er svo af litla frænda mínum en við eigum sameiginlegt áhugamál sem er jólasokkurinn ;), og viljum meija meija í sokkinn.
Vona að þig hafið öll verið þæg og góð svo Sveinki gefi sér tíma til að líta við hjá ykkur, og munið að jólin koma hvað sem tautar og raular svo engin ástæða er til að pannikka eitthvað í stressi yfir Jólunum :P.
Þá verður það ekki fleira í dag, gangið á Guðs vegum.
PS: Þið mættuð alveg vera duglegri að commenta, og kannski skrifa í gestabókina þeir sem ekki hafa gert það lengi eða kannski aldrei :).
Tíminn tætir alveg áfram og það eru bara að detta á jól, það er nú meiri hraðinn á þessu núna, en góðu punktarnir í því að tíminn líði svona hratt er náttúrulega það að maður verður komin heim fyrr en varir ;).
Sveinki kom í nótt og færði mér Toblerone og skrifaði mér bréf sem ég hef ákveðið að hafa ekki eftir því ég geri ráð fyrir að þetta sé lesið af viðkvæmum sálum hehe, en karlanginn var eitthvað pirraður yfir vettlingamissinum, “grumpy old” man hefði það einhverstaðar verið orðað. En hann ætti að geta tekið gleði sína aftur í nótt því að ég set vettlinginn í sokkinn og þá kemst hann varla hjá því að finna hann.
Annars er svo sem ekki mikið í fréttum annað en að veiðunum hérna svipar örlítið til Tómatsósu hellingum, fyrst kemur ekkert og svo kemur allt!, förum ekki nánar út í það ;).
Það er náttúrulega alltaf sama góða veðrið hérna, en það fer um mann hrollur þegar maður heyrir hvernig veðrið hefur verið heima á Íslandi undanfarið.
Það er nú alltaf verið að punda á ríkisstjórnina varðandi hitt og þetta, en ég held miðað við síðustu daga þá hefði verið nær að slá af framkvæmdir við Kárahnjúka Héðinsfjarðargöng og nýtt Varðskip, bara hætta við það.
Og leggja frekar áherslu á að byggja nýja Örk, ekki ósvipaða þeirri sem Nói heitinn byggði um árið, ekki er ráð nema í tíma sé tekið og miðað við allt vatnsmagnið sem dunið hefur á landanum undanfarana daga þá held ég að það gæti verið gott að eiga eitt stykki Örk sem rúmaði alla landsmenn :), svona just in case!.
Mynd dagsins er svo af litla frænda mínum en við eigum sameiginlegt áhugamál sem er jólasokkurinn ;), og viljum meija meija í sokkinn.
Vona að þig hafið öll verið þæg og góð svo Sveinki gefi sér tíma til að líta við hjá ykkur, og munið að jólin koma hvað sem tautar og raular svo engin ástæða er til að pannikka eitthvað í stressi yfir Jólunum :P.
Þá verður það ekki fleira í dag, gangið á Guðs vegum.
PS: Þið mættuð alveg vera duglegri að commenta, og kannski skrifa í gestabókina þeir sem ekki hafa gert það lengi eða kannski aldrei :).
Ummæli
Hér var mjög hvasst í alla nótt og lítið farið að lægja,vindurinn fór yfir 40 m á sekundu í hviðunum.
En nú er best að fara að huga að hangikjötinu,það skapar jólastemmingu að fá hangikjötsilm í loftið.jólakossar Mamma