..::Gleðileg Jól ;);)::..
Þá er Þorláksmessan fokin burt og þessi kemur aldrei aftur, ég saknaði Skötuveislunnar hjá Gunna og Dísu í dag. Við ætluðum að gera okkur dagamun í hádeginu í dag og hafa saltfisk, svo við tókum hann úr frosti í gærkvöldi og útvötnuðum fyrir daginn´í dag, það var sérstaklega rætt við kokkinn um að sjóða fyrir okkur saltfiskinn og kartöflur, auðvitað var þetta NO PROBLEM og ekki málið að hafa þetta klárt í hádeginu.
Eitthvað hefur samt tungumálakunnáttan vafist fyrir honum því að í hádeginu var engin saltfiskur :(, en kokkurinn bugtaði sig allan og beygði og lofaði að hafa þetta klukkan sex í kvöld, menn voru misjafnlega sáttir við það því þá yrði einn af okkur mörlöndunum í koju, en svona var þetta bara og ekkert meira um það að segja. Klukkan sex var svo þessi dýrindis saltfiskur mættur á matarborðið með rjúkandi jarðeplum, það var að vísu hætt að rjúka úr veislunni þegar ég mætti 20mín of seint í veisluna og mínir menn búnir að éta og farnir, ég klóraði skrallið utan af tveim kartöflum sem voru ótrúlega límkenndar kaldar og hreinsaði mér svo slatta af köldum saltfiski og reyndi að stappa þetta saman með smjöri, það var með afbrygðum erfitt að koma þessu eitthvað saman svona stirðu og límkenndu, líklega hefði matvinnsluvél hentað betur í þetta verkefni frekar en hnífur og gaffall. En hvað sem því leið þá fór þetta nú allt ofan í mig og smakkaðist fínt :).
En þar sem að aðfangadagur er nú á morgun og ég hef ekki verið duglegur að skrifa jólakort þessi jólin þá læt ég þetta bara flakka hérna á netinu.
Ég óska ykkur öllum gleði og hamingjuríkra Jóla, og bið Guð og gæfuna um að fylgja ykkur um ókomna framtíð.
Þakka fyrir samveruna á liðnum árum og vonast til að hitta ykkur hress og kát á nýju ári.
Vona að nýja árið færi ykkur öllum hamingju gleði og kærleika.
Jólakveðja Hörður Hólm
Ps: Hérna eru svo jólakveðjur á þeim tungumálum sem eru töluð hérna um borð :).
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Merry Christmas and a Happy New Year
Häid Jõule ja Head Uut Aastat
Linksmų Kalėdų ir Laimingų Naujųjų Metų
اجمل التهاني بمناسبة الميلاد و حلول السنة الجديدة
С Рождеством Христовым и С наступающим Новым Годом
Þá er Þorláksmessan fokin burt og þessi kemur aldrei aftur, ég saknaði Skötuveislunnar hjá Gunna og Dísu í dag. Við ætluðum að gera okkur dagamun í hádeginu í dag og hafa saltfisk, svo við tókum hann úr frosti í gærkvöldi og útvötnuðum fyrir daginn´í dag, það var sérstaklega rætt við kokkinn um að sjóða fyrir okkur saltfiskinn og kartöflur, auðvitað var þetta NO PROBLEM og ekki málið að hafa þetta klárt í hádeginu.
Eitthvað hefur samt tungumálakunnáttan vafist fyrir honum því að í hádeginu var engin saltfiskur :(, en kokkurinn bugtaði sig allan og beygði og lofaði að hafa þetta klukkan sex í kvöld, menn voru misjafnlega sáttir við það því þá yrði einn af okkur mörlöndunum í koju, en svona var þetta bara og ekkert meira um það að segja. Klukkan sex var svo þessi dýrindis saltfiskur mættur á matarborðið með rjúkandi jarðeplum, það var að vísu hætt að rjúka úr veislunni þegar ég mætti 20mín of seint í veisluna og mínir menn búnir að éta og farnir, ég klóraði skrallið utan af tveim kartöflum sem voru ótrúlega límkenndar kaldar og hreinsaði mér svo slatta af köldum saltfiski og reyndi að stappa þetta saman með smjöri, það var með afbrygðum erfitt að koma þessu eitthvað saman svona stirðu og límkenndu, líklega hefði matvinnsluvél hentað betur í þetta verkefni frekar en hnífur og gaffall. En hvað sem því leið þá fór þetta nú allt ofan í mig og smakkaðist fínt :).
En þar sem að aðfangadagur er nú á morgun og ég hef ekki verið duglegur að skrifa jólakort þessi jólin þá læt ég þetta bara flakka hérna á netinu.
Ég óska ykkur öllum gleði og hamingjuríkra Jóla, og bið Guð og gæfuna um að fylgja ykkur um ókomna framtíð.
Þakka fyrir samveruna á liðnum árum og vonast til að hitta ykkur hress og kát á nýju ári.
Vona að nýja árið færi ykkur öllum hamingju gleði og kærleika.
Jólakveðja Hörður Hólm
Ps: Hérna eru svo jólakveðjur á þeim tungumálum sem eru töluð hérna um borð :).
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Merry Christmas and a Happy New Year
Häid Jõule ja Head Uut Aastat
Linksmų Kalėdų ir Laimingų Naujųjų Metų
اجمل التهاني بمناسبة الميلاد و حلول السنة الجديدة
С Рождеством Христовым и С наступающим Новым Годом
Ummæli
Takk æðislega fyrir drenginn og okkur :)
Kveðja,
Haddó