..::Jóla hvað::..
Ekki sveik Jólasveinninn mig þennan daginn svo að ég hef örugglega verið með eindæmum þægur ;), og Sveinki er greinilega ekkert tengdur Latabæjar genginu því hann splæsti á mig Prins Póló, ætli maður hefði ekki fengið gulrót frá íþróttaálfinum?

Annars er þetta allt við það sama hérna á slóðum frumbyggjanna, það var suðaustan golukaldi í morgun og fram eftir degi en svo lagðist hann í logn með kvöldinu, það er nokkuð algengt hérna að það lygni með kvöldinu, ætli það sé ekki bara þannig víðast hvar í veröldinni þar sem land liggur að sjó.

Eitthvað þarf maður svo að endurskoða það hvernig maður kemur spakmælum frá sér, en mér vafðist tunga um hönd í gær þegar ég sagði við vinnslustjórann minn, maður ríður ekki feitum gölt eftir þennan daginn! Hann horfði á mig stóreygður og sagði svo, á maður ekki að segja, maður flær ekki feitan gölt? What ever þá kom þetta svona frá mér og ekkert við því að gera, maður er bara ekki betur að sér í spakmælunum, og læt ég þetta vera punktinn sem fyllir I-ið í þessum spakmælapælingum.

Ég tók svo þessa fínu mynd af sjálfum mér nýklipptum og rökuðum í dag.

Læt þetta duga í bili og bið himnaföðurinn og alla hans fylgisengla að passa ykkur fyrir mig.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Já ég hef víst ekki verið þæg því ekki þóknast sveinka að koma við hjá mér,núna er allur snjórinn farinn lika og rok og rigning,ekki beint jólalegt og spáir líka rauðum jólum
Nafnlaus sagði…
hehe:) maður ríður ekki feitum gölt... hvernig gastu komið svona vitleysu uppúr þér:D haha gaman að lesa;* KV Hjördís
Hörður Hólm sagði…
Ætli það sé ekki bara betra að ríða feitum gölt en horuðum, örugglega betra að sitja á hlussunni hehe

Vinsælar færslur af þessu bloggi