..::Blíða::..
Það er búin að vera bongóblíða á okkur í allan dag og hafflöturinn spegilsléttur, ekki svo galið að damla hér um á sléttum sjó í 25°C hita, það voru oft erfiðir túrar hjá manni heima á Íslandsmiðum í desember hérna áður, stanslausar brælur veltingur og kuldi, en maður þekkti ekkert annað og gerði sig ánægðan með það.
Undanfarið ár hefur maður augum litið ýmsar fisktegundir sem ég hafði aldrei áður séð og átti ekki von á að sjá “nokkurn tímann!” á meðfylgjandi mynd eru smá gullfiskar sem ég fann úti á dekki í dag þegar við innbyrtum trollið, mér fannst þeir þvílíkt krúttlegu svo ég ákvað að festa þá á filmu.
Og þá verður þetta ekki lengra í dag, bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.
Það er búin að vera bongóblíða á okkur í allan dag og hafflöturinn spegilsléttur, ekki svo galið að damla hér um á sléttum sjó í 25°C hita, það voru oft erfiðir túrar hjá manni heima á Íslandsmiðum í desember hérna áður, stanslausar brælur veltingur og kuldi, en maður þekkti ekkert annað og gerði sig ánægðan með það.
Undanfarið ár hefur maður augum litið ýmsar fisktegundir sem ég hafði aldrei áður séð og átti ekki von á að sjá “nokkurn tímann!” á meðfylgjandi mynd eru smá gullfiskar sem ég fann úti á dekki í dag þegar við innbyrtum trollið, mér fannst þeir þvílíkt krúttlegu svo ég ákvað að festa þá á filmu.
Og þá verður þetta ekki lengra í dag, bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.
Ummæli
Hér er fallegt veður, snjór yfir öllu og eins stigs frost. Erum að fara að ná í Hauk í helgargistinguna.