..::Í skóinn(sokkinn)::..
Lukkulegur var ég í gær þegar ég fann þennan líka fína jólasokk niðri í klefa, ég var fljótur að drusla honum upp í brú og hengja hann upp í glugga í þeirri von að Jólasveinninn liti við hérna í nótt, og viti menn í morgun var komið bréf í sokkinn ásamt tannbursta tannkremi og súkkulaði.


En bréfið hljóðaði svona:
Halló minn kæri sokkaeigandi.
Það var nú meira puðið að komast hingað í þessum ansans álbát, ekki beint fyrir gamla Jólasveina, en það tókst!! En ég verð að segja að mér kvíðir fyrir þessum dögum fram að jólum. (Gætirðu nokkuð kannski bara hætt við hann, þ.e.a.s árans sokkinn?)
Þar sem reikna ekki með að þú verðir við þeirri bón þá verðum við að undirbúa það sem koma skal með þessari fyrstu sendingu, reikna með að þær næstu verði heldur sætari.
Bestu kveðjur
Jólasveinki


Já það væsir ekki um mann hérna, meira að segja Jólasveinninn gleymdi mér ekki, nú verður maður sennilega vaknaður klukkan sex í fyrramálið til að kíkja í sokkinn hehe.

En að öðru máli, þá fékk ég mér Jólaklippingu í dag, og er bara nokkuð góður með það, Halli vélstjóri fékk sér líka klippingu svo nú berum við Austfirðingarnir af öðrum í áhöfninni.

Vona að þið fáið líka í skóinn, en maður verður náttúrulega að muna að vera þægur svo Sveinki líti við ;);).

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Vest að sjá þig ekki með jólaklippinguna í ár:-( en vona að þú fáir eitthvað flott í sokkinn í nótt:-)he he Kveðja Guðný

Vinsælar færslur af þessu bloggi