..::Skeytingarleysi::..
Ég átti bágt með að trúa því hvað fólk er orðið ómerkilega skeytingarlaust.
En þannig er að dóttir mín lenti í því að keyra á kött um daginn, greyið lá alblóðugur og illa lemstraður í götunni og hún gat lítið gert annað en að hringja í lögguna, löggan spurði hvort kisi væri merktur?, fyrst hann var ekki merktur þá væri þetta bara útigangköttur og hún skyldi bara láta hann liggja því þeir gerðu ekkert í þessu.
Þetta þykir mér alveg með ólíkindum að hún skyldi fá þessi svör. Hún reyndi svo að hringja á nokkra aðra staði en engin var tilbúin að hjálpa henni neitt fyrst kötturinn var ekki merktur, henni var annaðhvort bent á að skilja hann eftir eða snúa hann úr hálsliðnum, maður segir bara eins og Ragnar Reykkás ma ma ma bara skilur þetta ekki.
Ég velti því fyrir mér hvað hefði gerst ef þetta hefði nú ekki verið köttur heldur maður, hefði þá löggan spurt, er hann merktur eða með skilríki? Ef hann væri ekki með nein skilríki nú þá væri þetta þá bara útigangsmaður sem réttast væri að láta liggja og drepast því engum kæmi þetta við.
Og fyrir utan þetta þá hélt ég að löggan aflífaði dýr sem keyrt hefur verið á, ef ekki löggan þá hver?????
En þetta er bara tíðarandinn í dag, það stoppar nánast engin og bíður fram hjálp ef eitthvað er að, betra að skipta sér ekkert af neinu og vera þá laus við vesenið!.
Þetta verður innlegg mitt þennan daginn.
Ég átti bágt með að trúa því hvað fólk er orðið ómerkilega skeytingarlaust.
En þannig er að dóttir mín lenti í því að keyra á kött um daginn, greyið lá alblóðugur og illa lemstraður í götunni og hún gat lítið gert annað en að hringja í lögguna, löggan spurði hvort kisi væri merktur?, fyrst hann var ekki merktur þá væri þetta bara útigangköttur og hún skyldi bara láta hann liggja því þeir gerðu ekkert í þessu.
Þetta þykir mér alveg með ólíkindum að hún skyldi fá þessi svör. Hún reyndi svo að hringja á nokkra aðra staði en engin var tilbúin að hjálpa henni neitt fyrst kötturinn var ekki merktur, henni var annaðhvort bent á að skilja hann eftir eða snúa hann úr hálsliðnum, maður segir bara eins og Ragnar Reykkás ma ma ma bara skilur þetta ekki.
Ég velti því fyrir mér hvað hefði gerst ef þetta hefði nú ekki verið köttur heldur maður, hefði þá löggan spurt, er hann merktur eða með skilríki? Ef hann væri ekki með nein skilríki nú þá væri þetta þá bara útigangsmaður sem réttast væri að láta liggja og drepast því engum kæmi þetta við.
Og fyrir utan þetta þá hélt ég að löggan aflífaði dýr sem keyrt hefur verið á, ef ekki löggan þá hver?????
En þetta er bara tíðarandinn í dag, það stoppar nánast engin og bíður fram hjálp ef eitthvað er að, betra að skipta sér ekkert af neinu og vera þá laus við vesenið!.
Þetta verður innlegg mitt þennan daginn.
Ummæli