Í gær laugardag, renndi ég svo á hjólinu inn á Akureyri þar sem græjan var fyllt af bensíni g stefnan sett inn á hálendið. Ég fór langleiðina inn í Laugarfell en þar sem mér leist illa á að bensínbyrgðirnar myndu endast til baka þá snéri ég við í tíma, á bakaleiðinni stoppaði ég í Vín, Guðný var nýbúin að keyra guttanum í bæinn og renndi inn í Vín þar sem við drukkum saman kaffi og borðuðum þessa líka fínu súkkulaðitertuna með ís nammi namm. Eftir kaffið hélt ég svo áfram út á Akureyri, þar þurfti ég að tanka aftur enda var ég komin á varatank, ég pumpaði 11L á hjólið svo ekki var nú mikið eftir, og samkvæmt mælingu þá hafði ég farið með 6,38L á 100km, en það verður að viðurkennast að þetta var ekkert sérlega hugsað sem sparakstur.
Ég var svo komin heim rúmlega 6 í gærkvöldi, en síðustu km voru frekar erfiðir því sætið á hjólinu er ekki beint í líkingu við LazyBoy sófa og það þreytir mann í afturendanum á lengri keyrslum, svona fyrstu túra sumarsins.
Kvöldinu eyddum við svo að mestu í rólegheitunum fyrir utan smá labbitúr í Hánefstaðareitnum svona rétt til að bræða af sér súkkulaðitertuna góðu ;).

Ég setti tvær myndir inn á myndasíðuna og eitt vídeo, datt í hug þegar ég horfði á þetta vídeo setningu sem færeyskur vélstjóri sem ég vann eitt sinn með sagði, “Hordur verdur tu aldrei VAXIN?.” Kannski hefur hann haft rétt fyrir sér.

Læt þetta nægja í bili.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi