..::Fiskidagshelgi::..
Súpukvöldið og fiskidagurinn voru hreint frábær og var stemmingin í bænum alveg meiriháttar. Við röltum um bæinn á föstudagskvöldið og fengum okkur súpu, ekki var annað að sjá en að allir væru himinlifandi með þetta framtak Dalvíkinga.
Við vorum ekki með súpu í þetta skiptið, það villtist samt einn súpuþurfi upp á pallinn hjá mér í von um súpu, þar sem ég var ekki með súpu þá leisti ég málið með því að færa viðkomandi eitt bréf af bollasúpu ;), á fiskideginum hitti ég svo viðkomandi aftur sem sagði mér að bollasúpan hefði komið sér vel, hún var nýtt sem morgunmatur á fiskideginum. Nú fiskideginum eyddum við svo í að væflast um hátíðarsvæðið, þar rakst maður á ýmsa sem maður hefur ekki séð lengi.
Annars fór þetta allt vel fram og ekki annað að heyra en að flestir væru ánægðir.
Í gærkvöldi grillaði svo frúin grillpinna, eftir grillið sátum við svo á pallinum fram eftir kvöldi við ostaát og rauðvínsdrykkju, góðum degi var svo lokað með hreynt frábærri flugeldasýningu sem tókst með endemum vel, enda var veðrið alveg frábært.
Eitthvað kíktum við svo í bæinn eftir flugeldasýninguna, svona rétt til að sjá hvernig þetta endaði. Í morgun þegar við komum á fætur þá hafði Spærlingur(sjómaðurinn okkar) fengið næturgest ekki var annað að sjá en það færi ágætlega á með þeim :).
En hvað sem því líður þá eru komnar nýjar myndir. Mig langar til að benda ykkur á að það er hægt að kommenta á myndirnar eins og bloggið.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi