..::Hvað get ég sagt?::..
Jæja þá er komið að því að hripa einhverjar línur niður um atburði dagsins og eitthvað sem mér er ofarlega í huga þessa stundina.
Síðastliðna nótt kláruðum við fyrri fraktdolluna og í framhaldinu reyrðum við okkur utan á aðra fraktdós sem á að taka restina úr okkur, vonandi líkur því verki seint í kvöld eða nótt, sú dolla er að svipaðri stærð og sú fyrri.
Sú seinni er orðin eitthvað knöpp á mat og skilst mér að við verðum að leysa úr sárustu hungurverkjum þeirra með einhverri mataraðstoð, en hvað gerir maður ekki á jólum.

Annars hefur dagurinn verið með rólegra móti, náttúrulega sama blíðan og verið hefur, ég kíkti á netið seinnipartinn og fann hitamæli í Nouakchott, hann sagði 30°C og sá ég enga ástæðu til að efast um það.
Svo tók ég mér dágóða stund í að klára bókina sem Guðný gaf mér í jólagjöf, en hún heitir frumskógar stúlkan og er skrifuð af Sabine Kuegler, þetta er skemmtileg bók og opnar fyrir manni nýja sýn á ýmsum sviðum, gef henni fimm STJÖDDNUR :):).

Læknirinn var á vappi með nýju myndavélina sína í dag og ég náði henni af honum og sleit úr henni nokkrar myndi og setti í JuleAlbumed, ekki veit ég hvort ég hefði nú fengið fullt skor há Gunnari Finns mínum fyrrverandi Dönskukennara fyrir þessa dönsku þýðingu mína á Jólaalbúmi en mér finnst nú samt að ég ætti að fá sex fyrir viðleitni hehe.

Svona er hitinn í Nouakchott núna !!!!!
Click for Nouakchott, Mauritania Forecast


Já það er svo sem ekki mikið meira að frétta héðan úr neðra ;), sendi ykkur í huganum allar mínar bestu óskir um gleði og hamingjuríkan dag.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Vorum að skoða jólaalbúmin og videóið af lönduninni,alltaf gaman að skoða myndir.knús og koss úr Kríulandi
Nafnlaus sagði…
Hlakka til að fá ritdóma þína á Flugdrekahlauparanum :)
Nafnlaus sagði…
Er byrjaður á honum, fyrstu síðurnar lofa góðu :)

Vinsælar færslur af þessu bloggi