..::Jóladagur::..
Kúrði fram til 11 í morgun en þá fór ég á stjá, Reynir var búin að vera á fullu við að sjóða Hangikjötið. Ég tók snöggan skoðunarrúnt um skútuna og kíkti svo í eldhúsið þar sem Halli vélstjóri stóð sveittur og skrældi kartöflur, Reynir var svo mættur og bættist í hóp skrælingjanna, ég reyndi að vera mannalegur og hrærði aðeins í uppstúfnum.
Nú klukkan 12 settumst við að jólaborðinu og borðuðum dýrindis Hangikjöt með uppstúf soðnum kartöflum og Ora grænum baunum, Halli blandaði Malt og Appelsín svo þetta var allt hið jólalegasta.
Eftir matinn var svo tekin smá slökun og etið aðeins af konfekti, sjálfsagt verður maður orðin eins og loftbelgur útlits eftir þessi jól :).

Annars leið dagurinn að mestu í ró og spekt, en mér leiddist samt og reyndi að finna mér eitthvað að gera, ég reyndi að hringja í ættingja mína austur á Eskifirði en það vildi engin af þeim tala við mig :(, ég náði samt í einn Eskfirðing og það bjargaði því sem bjargað var.

Við Halli gerðum ítrekaðar tilraunir til að gera við hraðsuðukönnu sem við höfum hérna í brúnni, en án árangurs, meinið fannst samt en það var brunnin tenging við hitaspíralinn, málið var sett á hold því það er ekki búið að gefast upp.

Nú svona leið dagurinn hjá mér, ég tók nokkur símtöl á mína nánustu og setti inn nokkrar myndi á netið, fór svo og skoðaði síðuna hjá litla frænda og gaf mér góðan tíma í að skoða myndirnar sem mamma hans hafði sett inn í morgun.

Í kvöld var ala normal food í kvöldmat, og kvöldinu var svo eytt í allskyns stúss, þar á meðan var reynt að finna bilun í ljósritunarvél skipsins ásamt Halla vélstjóra en það var eins og með hitakönnuna, bilunin fannst ekki en greining var gerð, málið á hold.

Já svona var það nú þennan daginn.
Bið allar góðar vættir að vaka yfir ykkur og varðveita, hvar sem þið kunnið að vera niður komin.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Voðalega eru menn slappir að commenta og ekki virðast þeir hafa vit til að skrifa í gestabókina heldur,ma ma ma maður skilur þetta bara ekki,en vonandi hafið þið það samt gott. Pabbi þinn er upptekinn við að horfa á heim farfuglanna,gleymdi henni í morgun,en þá er munur að hafa ruv+ og hann náði henni í + knús og koss.
Nafnlaus sagði…
Sakn kjáninn minn
Nafnlaus sagði…
Ljóni og Haukur eru bestu mátar. Haukur apar upp "arrrr" í tíma og ótíma svo það er spurning hvort að Ljóni sé bara ekki hálf smeikur við hann :)
Ætla að fara að skoða myndirnar þínar. Knús Haddó og gengið.
Nafnlaus sagði…
Flott að sjá einhver viðbrögð ;)

Vinsælar færslur af þessu bloggi