..::Tveir í viðbót::..
Þá er lífið um borð að komast í fastar skorður aftur eftir Jólalöndunina, en við byrjuðum að hjakka í þessu aftur eftir miðnættið.

Það er búið að vera frekar kalt á okkur í dag miðað við undanfarna daga, svo nístingskalt í kvöld að ég bað vélstjórann að slökkva á loftkælingunni hehe, en sjálfsagt hefur nú útihitinn verið 23-25°C í dag svo þarf ekki að kvarta yfir kulda úti.

Það hefur aðeins fjölgað hérna hjá okkur í Máritaníu en það bættust við tvö skip fyrirtækinu okkar í fyrradag, svo að nú eru komnir einhverjir til að spjalla við ;) þótt það muni nú ekki miklu ;), ekki eftir að við fengum nýja fína símann :).

Að öðru leiti er ekki mikið um þennan dag að segja, hann bara leið og kemur aldrei aftur, farinn.................

Þá verður þetta ekki lengra núna, er einhvern vegin í engu stuði til að skrifa.
Vona að heilladísirnar líti við hjá ykkur og uppfylli óskir ykkar um lífið og framtíðina.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Ertu búinn að taka myndböndin út?
Nafnlaus sagði…
Nei þau eiga að vera hérna http://hholm.myphotoalbum.com/view_album.php?set_albumName=album37

Vona að þú finnir þetta :)

Vinsælar færslur af þessu bloggi