..::Bongóblíða á Dalvík í gær::..
Það er ekki mikið að frétta af baðmálinu ;), en það sígur í rétta átt, ég leigði mér stóra brotborvél í vikunni og boraði götin fyrir klósettið og lagnirnar ásamt því að ég fjarlægði allar gömlu lagnirnar.
Sigmar frændi Guðnýjar kom seinnipartinn í gær og lagði fyrir rafmagninu á baðinu svo að það er orðið klárt ;);)
Flísarnar komu að sunnan í vikunni en gólfflísarnar voru vitlausar svo þær þurfti að senda suður aftur og fá nýjar, en það skotgekk og voru réttar flísar komnar daginn eftir.
Í gær var svo alveg frábært veður og notaði ég tækifærið til að steypa fyrir nýjum snúrustaur en gömlu snúrurnar komu ónýtar undan vetri svo að það þurfti að endurnýja þær.
Í gærkvöldi grilluðum við svo og var nokkuð fjölmennt hjá okkur í grilli, Hjördís og Axel komu úr bænum Brynja, Bjarki, Rúnar, Tóta og Arnar.
Í morgun setti ég svo snúrustaurinn upp og skrúfaði krónuna á :).
Svo er gert ráð fyrir að fara í einhvern hjólatúr með Rúnari í dag því veðrið er ekki verra en í gær :).
Gangið á Guðsvegum ;);););););)......................................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi