..::Þetta er ekki Selur::..
Það er búið að vera tómt bras hjá okkur með þennan blessaða fraktara, og ég held barasta að vélstjórarnir á þessu Guðsvolaða fleyi hafi fundið réttindapappírana sína með morgunkorni, veslings mennirnir eru algjörlega ósjálfbjarga.
Klukkan fjögur í gærdag fór hjá þeim tengi milli rafmagnsmótor og vökvadælu, þar með voru bómuspilin á einni lúku stopp, við gátum bara landað á einni lúku sem hægir á okkur um helming í löndunarhraða.
Alltaf þegar spurt var hvort þetta væri ekki að komast í lag þá var svarið 2-3klst í viðbót, um ellefu í gærkvöldi var svo þolinmæði okkar þrotin og Halli vélstjóri fór yfir ásamt tveim vélstjórum frá okkur.
Þegar þeir komu yfir kom í ljós að skáeygðu vélstjórarnir á fraktdósinni vissu ekkert hvað var að, það tók okkar menn augnablik að sjá að tengi var brotið, auðvitað var ekki til varatengi í fraktaranum.
Við áttum aftur á móti tengi en það þurfti að renna til svo það passaði við dælukerfið þeirra.
Einhvertímann seint í nótt var svo tengið klárt og var þá sent yfir í fraktdósina og enn fengum við þetta fína svar, Klárt eftir 2-3klst.
Nú leið og beið og ekkert gerðist, um birtingu var okkur farið að leiðast biðin en þraukuðum enn um stund. Svo þraut þolinmæðina og við kölluðum eftir niðurstöðu í þetta ofvaxna tengismál, þá svaraði skáeygði skipstjórinn, hann tilkynnti að við yrðum að senda vélstjóra frá okkur til að setja tengið við. Mikið óskaplega geta menn verið ósjálfbjarga, við sendum svo menn yfir til að koma þessu við og klukkan ellefu í morgun fóru fjandans bómuvindurnar í þessu veslings fraktskipi að snúast aftur.
Rétt fyrir hádegi renndum við Slava stýrimaður til hafnar og sóttum Máritanska eftirlitsmanninn okkar sem við fórum með í land í gær, karlinn var alveg dillandi ánægður með að sjá okkur og sagði að þetta væri skítapleis og hann hefði ekkert sofið í nótt fyrir Moskitó ágangi og var fegin að komast aftur um borð, heima er best.
Í gær lofaði ég ykkur myndum af ströndinni og ég svík það ekki ;).
Eftir hádegismatinn gerðum við okkur klára í strandferðalag, fylltum á bátinn af eldsneyti, tókum vatn og vistir og geystumst svo af stað.
Slava stýrimaður var SjangHæjaður í þessa ferð og ég held að hann hafi haft gaman af, við fórum svipaðan rúnt og í gær nema nú var myndavélin með.
Á gömlu Frönsku bryggjunni var hópur Mára að veiða bæði með netum og á stöng, netaveiðin fer þannig fram að þetta eru nokkurskonar reknet, og syndir útgerðarmaðurinn með lausa endann út frá bryggjunni þangað til trossan er öll komin út, þá er ekkert annað í stöðunni en að synda til baka aftur og draga svo trossuna, einfalt og gott kerfi :).
Svo héldum við áfram norður með ströndinni í átt að fiskmarkaðnum, á þeirri leið munaði engu að Kaptein Guðmundur myndi hvolfa okkur í landbrotinu, en það slapp fyrir horn en dælan í Gumma tók nokkur aukaslög á vissum tímapunkti.
Við dóluðum fram hjá markaðssvæðinu og fylgdumst með því þegar Márarnir brimlentu trébátunum sínum upp í sandinn, þeir kunna þetta vel enda er algjör hafnleysa hérna og ekkert annað í stöðunni en að brimlenda.
Nánast hver einasti kjaftur sem við sáum veifaði okkur, og auðvitað veifuðum við til baka ;).
Litlu norðan við markaðssvæðið, skelltum við Gummi okkur í sjóinn og syndum upp á ströndina þar sem ég tíndi nokkrar skeljar, þarna er mikið af fallegum skeljum og greinilegt að það er dálítið af skel þarna fyrir utan.
Sundið var kærkomið enda var 39°C hiti í dag, dálítið minna en í gær en samt full heitt, við lékum okkur aðeins í sjónum áður en við dóluðum heim á leið.
Þegar við komum um borð aftur ákvað ég að fara að leita að kisa enda hafði hann ekki sést í einn og hálfan sólarhring, ég hafði áhyggjur af því að hann skrælnaði greyið vatnslaus í öllum þessum hita. Við Gummi fórum upp á brú og kipptum seglinu af tóg rúllunum, þar kúrði veslingurinn og vældi mikið þegar ég talaði við hann, ekki vildi hann samt láta taka sig og skaust úr felustaðnum og niður af brúnni, mig grunaði að hann færi inn sem hann gerði, hann var frekar óttaslegin fyrst en svo fór hann að svala þorstanum, mikið gat litla krílið drukkið. Í kvöldmat fékk hann svo steiktan fisk og er hann allur að koma til. Já Vírus virðist vera með algjöra löndunarfóbíu og ég sé að það borgar sig ekki að hleypa honum út þegar löndun er framundan hehe.
Heineste fór seinnipartinn í dag og Beta kom í staðin.
Mynd dagsins er tekin þegar ég var við sundæfingar.
Fleiri myndir úr ferðinni eru svo í myndaalbúminu.
Held að þetta sé orðið ágætt i dag.
Bið og vona að Guðs englar vaki yfir ykkur öllum, og strái yfir ykkur gleði og hamingju ryki, ekki sandi hehe.
Það er búið að vera tómt bras hjá okkur með þennan blessaða fraktara, og ég held barasta að vélstjórarnir á þessu Guðsvolaða fleyi hafi fundið réttindapappírana sína með morgunkorni, veslings mennirnir eru algjörlega ósjálfbjarga.
Klukkan fjögur í gærdag fór hjá þeim tengi milli rafmagnsmótor og vökvadælu, þar með voru bómuspilin á einni lúku stopp, við gátum bara landað á einni lúku sem hægir á okkur um helming í löndunarhraða.
Alltaf þegar spurt var hvort þetta væri ekki að komast í lag þá var svarið 2-3klst í viðbót, um ellefu í gærkvöldi var svo þolinmæði okkar þrotin og Halli vélstjóri fór yfir ásamt tveim vélstjórum frá okkur.
Þegar þeir komu yfir kom í ljós að skáeygðu vélstjórarnir á fraktdósinni vissu ekkert hvað var að, það tók okkar menn augnablik að sjá að tengi var brotið, auðvitað var ekki til varatengi í fraktaranum.
Við áttum aftur á móti tengi en það þurfti að renna til svo það passaði við dælukerfið þeirra.
Einhvertímann seint í nótt var svo tengið klárt og var þá sent yfir í fraktdósina og enn fengum við þetta fína svar, Klárt eftir 2-3klst.
Nú leið og beið og ekkert gerðist, um birtingu var okkur farið að leiðast biðin en þraukuðum enn um stund. Svo þraut þolinmæðina og við kölluðum eftir niðurstöðu í þetta ofvaxna tengismál, þá svaraði skáeygði skipstjórinn, hann tilkynnti að við yrðum að senda vélstjóra frá okkur til að setja tengið við. Mikið óskaplega geta menn verið ósjálfbjarga, við sendum svo menn yfir til að koma þessu við og klukkan ellefu í morgun fóru fjandans bómuvindurnar í þessu veslings fraktskipi að snúast aftur.
Rétt fyrir hádegi renndum við Slava stýrimaður til hafnar og sóttum Máritanska eftirlitsmanninn okkar sem við fórum með í land í gær, karlinn var alveg dillandi ánægður með að sjá okkur og sagði að þetta væri skítapleis og hann hefði ekkert sofið í nótt fyrir Moskitó ágangi og var fegin að komast aftur um borð, heima er best.
Í gær lofaði ég ykkur myndum af ströndinni og ég svík það ekki ;).
Eftir hádegismatinn gerðum við okkur klára í strandferðalag, fylltum á bátinn af eldsneyti, tókum vatn og vistir og geystumst svo af stað.
Slava stýrimaður var SjangHæjaður í þessa ferð og ég held að hann hafi haft gaman af, við fórum svipaðan rúnt og í gær nema nú var myndavélin með.
Á gömlu Frönsku bryggjunni var hópur Mára að veiða bæði með netum og á stöng, netaveiðin fer þannig fram að þetta eru nokkurskonar reknet, og syndir útgerðarmaðurinn með lausa endann út frá bryggjunni þangað til trossan er öll komin út, þá er ekkert annað í stöðunni en að synda til baka aftur og draga svo trossuna, einfalt og gott kerfi :).
Svo héldum við áfram norður með ströndinni í átt að fiskmarkaðnum, á þeirri leið munaði engu að Kaptein Guðmundur myndi hvolfa okkur í landbrotinu, en það slapp fyrir horn en dælan í Gumma tók nokkur aukaslög á vissum tímapunkti.
Við dóluðum fram hjá markaðssvæðinu og fylgdumst með því þegar Márarnir brimlentu trébátunum sínum upp í sandinn, þeir kunna þetta vel enda er algjör hafnleysa hérna og ekkert annað í stöðunni en að brimlenda.
Nánast hver einasti kjaftur sem við sáum veifaði okkur, og auðvitað veifuðum við til baka ;).
Litlu norðan við markaðssvæðið, skelltum við Gummi okkur í sjóinn og syndum upp á ströndina þar sem ég tíndi nokkrar skeljar, þarna er mikið af fallegum skeljum og greinilegt að það er dálítið af skel þarna fyrir utan.
Sundið var kærkomið enda var 39°C hiti í dag, dálítið minna en í gær en samt full heitt, við lékum okkur aðeins í sjónum áður en við dóluðum heim á leið.
Þegar við komum um borð aftur ákvað ég að fara að leita að kisa enda hafði hann ekki sést í einn og hálfan sólarhring, ég hafði áhyggjur af því að hann skrælnaði greyið vatnslaus í öllum þessum hita. Við Gummi fórum upp á brú og kipptum seglinu af tóg rúllunum, þar kúrði veslingurinn og vældi mikið þegar ég talaði við hann, ekki vildi hann samt láta taka sig og skaust úr felustaðnum og niður af brúnni, mig grunaði að hann færi inn sem hann gerði, hann var frekar óttaslegin fyrst en svo fór hann að svala þorstanum, mikið gat litla krílið drukkið. Í kvöldmat fékk hann svo steiktan fisk og er hann allur að koma til. Já Vírus virðist vera með algjöra löndunarfóbíu og ég sé að það borgar sig ekki að hleypa honum út þegar löndun er framundan hehe.
Heineste fór seinnipartinn í dag og Beta kom í staðin.
Mynd dagsins er tekin þegar ég var við sundæfingar.
Fleiri myndir úr ferðinni eru svo í myndaalbúminu.
Held að þetta sé orðið ágætt i dag.
Bið og vona að Guðs englar vaki yfir ykkur öllum, og strái yfir ykkur gleði og hamingju ryki, ekki sandi hehe.
Ummæli
flottar myndir kv pall k