15.11 2003

..::Hibb húrrey::..
Það breytast fljótt hjá manni plönin ;), á fimmtudaginn síðasta flaug ég út til Boston og gisti þar eina nótt. Föstudaginn flaug ég svo Boston-Halifax-St.Johns og var komin um borð um borð um Erluna klukkan 15:30 að staðartíma.
Það var allt í fínu standi og voru menn að prufukeyra ljósavélina og loka því dæmi, einnig þurfti að keyra upp frystikerfið og gera einhverjar athuganir svo að ákveðið var að fara í prufutúrinn daginn eftir.
Laugardagurinn rann upp og byrjaði ég á að panta lóðsinn skila bílaleigubílnum og útrétta það sem þurfti. Klukkan 15:30 slepptum við svo endunum og lulluðum út úr höfninni, eftirlitsmaður frá DNV var með og umboðsmaðurinn okkar Lee, þegar við vorum komnir út úr innsiglingunni var sett á fulla ferð og svo var siglt í hringi og teknar allskyns slaufur samkvæmt fyrirskipun DNV og gekk það glimrandi vel.
Voru allir hlutaðeigandi mjög ánægðir með hvernig skipið stýrði og kom mönnum nokkuð á óvart hvað hún náði þröngum hring ;).
Þegar þessum prófunum var lokið þá kippti lóðsinn strákunum upp og við settum kúrsinn á hattþúfuna.
Það er suðvestan kaldaskítur og skælingur en ekkert afgerandi, það eru viðbrigði að fara á sjó eftir að vera búin að vera tvo mánuði í landi.
Þegar við vorum farnir að pjakka af stað þá fór ég að afla mér aflafrétta og er vægast sagt lítið um að vera á miðunum ;( en vonandi er það á uppleið og ekki þíðir að örvænta áður en byrjað er ;).
Það er ekki laust við að maður sé hálfsjóveikur núna en ég var eitthvað slappur í dag, vonandi er maður ekki að fá flensuna sem er að ganga heima. Ég er ekki alveg tilbúin í það núna.
Lee kom með rúm 6gígabæti af mp3 tónlist handa okkur í dag þannig að tónlistarmappan okkar blæs út eins og púkinn á fjósbitanum ;).
Jæja þetta er orðið ágætt í dag.........................

Ég bið Guð að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð niðurkomin.....
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi