..::Hundahreinsun tölvunnar::..
Ég tók daginn í strauja tölvuna og setja hana upp aftur, en sem betur fer hef ég aðgang að miklum tölvuséníum sem alltaf eru boðin og búin til að aðstoða mig þegar allt er komið í flækju ;). Það fór megnið af deginum í þessa hundahreinsun á tölvunni, en það var ekki vanþörf á því, tölvan var að gliðna af drasli og orðin mjög hæg og sljó.
Á endanum hafðist þetta þó tölvan aftur á lappirnar, þökk sé þjónustuenglunum mínum í tölvubransanum :).

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi