..::Mánudagur til mæðu::..
Vaknaði snemma og keyrði Einar og Bjarka í skólann, svo fór ég og kíkti á nýja Kawasaki hjólið hans Péturs, það var helv.. flott og mikil græja, ég mátaði mig aðeins á því og fittaði afturendinn á mér ágætlega í hnakkinn, ekki skemmdi það fyrir að vita af 1500cub mótor milli lappanna :).

Seinnipartinn í dag ég svo staðfestingu á að biðin væri á enda varðandi hvað yrði gert við skipið sem ég hef verið á. Það liggur ekkert annað fyrir en að leita að annarri vinnu, það er svo sem ekkert meira um þetta að segja annað en að vonandi finnur maður eitthvað að gera því ekki lifir maður á loftinu einu saman.

Svo stíflaðist svo niðurfallið í þvottahúsinu, þetta var bara að breytast í hamingjudag...
Við fórum í Húsasmiðjuna og keyptum einhvern baneitraðan stíflueyði sem ég gusaði í gatið, lét bara allan brúsann vaða. Ekki get ég nú mælt með þessu sem lyktbæti, því að það gaus upp hræðileg lykt. En stíflan var enn til staðar og vildi hvergi fara.
Nú varð ég að kippa garðslöngunni inn og þíða hana í baðkarinu og gera nýja hernaðaráætlun plan B.
Eftir kvöldmat var svo slangan klár í slaginn og var þá ráðist til atlögu í plan B.
Þótt mér tækist að troða slöngudruslunni alveg á kaf í rörið þá var ekkert lát á stíflufjandanum. Nú var komið að þeim tímapunkti að leita eftir Drullusokk plan C, það var farið í símann og hringt út og suður eftir þessu þarfaverkfæri, það fannst á endanum og var húsfrúin send af stað til að sækja drullusokkinn. Á meðan notaði ég tækifærið og hringdi í pabba en hann er jú margreindur í stíflum og býr yfir mikilli þekkingu um hvernig best er að bera sig að í þeim efnum. Þegar frúin m,ætti svo með drullusokkinn var vaðið í plan C. Slangan fór í niðurfallið og þétt í kring um hana, svo var settur fullur kraftur á og þvottavélin látin dæla af sér um leið, nú kom flóð í eldhúsvaskinn en ráðist var gegn því með drullusokknum og hamast á honum þangað til stíflan gaf sig.
Mikið vorum við fegin þegar þetta vandamál var yfirstigið.
Ljósi punkturinn við stífluna var sá að ef hún hefði ekki komið til nú þá hefði maður ekki getað glaðst yfir því að vera laus við hana, ALLT HEFUR SINN TILGANG.

Bið svo guð og gæfuna að fylgjast með ykkur hvar sem þið eruð.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi