..::Garðsnyrting og dekkaskipti::..
Marði mig í að klippa runnanna í gær, það var bara þó nokkuð verk með gömlu manual handklippunum en hafðist ;), svo rigndi og rigndi svo að öll garðvinna lá niðri fram á kvöld en þá haskaði ég mig i að raka ruslinu saman og klára að klippa runnana í planinu.
Þegar loksins var búið að safna saman öllum afklippunum var komin myndarlegasta sáta í garðinn. Eftir raksturinn skruppum við aðeins í heimsókn þar sem ég festist í tölvunni við uppfærslu Windows og vírushreinsun, meiri fjandans óþverrinn þessi vírusplága.
Að vísu höfum við sloppið ágætlega enda með ágæta vírusvörn, Íslenska framleiðslu sem hingað til hefur náð að halda þessu dóti okkar þokkalega vírusfríu, en samt höfum við lent í smiti þrátt fyrir að öryggið hafi verið á oddinum :).
Nú er það á dagskránni að misnota nágranann og hans tól, og ferja sátuna niður í gáma, þetta er allt á skipulaginu og gerist líklega hvað úr hverju.
Superþjónusta hjá Landflutningum Samskip, Haddó setti nýja dekkið á bíl í gær og eldsnemma í morgun var hringt og tilkynnt að ég mætti sækja dekki niður á afgreiðslu :).
Ég snaraði mér í að kippa rennsléttu afturdekkinu undan hjólinu og smellti nýja dekkinu undir svo setti ég aðeins í gang og lallaði smá hring á nýja dekkinu.
Það er alveg ofboðslega fallegt veður á okkur í dag bongóblíða en sólarlaust, seinna í dag er svo stefnt á að fara út á víkina á einhverri bátjullu til að veiða, það verður sjálfsagt hin merkilegasta ferð :), ég reyni að muna eftir myndavélinni!
Þetta er það helsta í bili.............................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi