..::Fimmtudagur::..
Um hádegisbilið lögðum við af stað suður til Reykjavíkur og var ljúft að skilja súldina og suddann eftir fyrir norðan, ferðin gekk bara ágætlega fyrir utan það að ég var alveg eins og Pétur heitinn ræfill, allur skakkur og skældur og átti ekki gott með að sitja í bílnum, en það var ekkert annað að gera en að reina að harka af sér og bíta á jaxlinn ;), þegar við vorum komin suður í Borgarnes sá ég að þetta gengi ekki lengur og droppaði inn í Lyfju keypti mér Ibufen og gúffaði í mig rúmlega ráðlögðum dagskammti og var þokkalegur eftir smá stund.
Við keyrðum svo áfram og brunuðum beint upp á Rauðarárstíg til Helgu og Kalla og skiluðum af okkur saumavélinni ásamt því að þiggja nýlagað kaffi (ala Helga).
Íbúðin sem þau eru í er rosalega fín og Krabbameinsfélaginu til mikils sóma.
Á eftir fórum við svo upp í Stangarholt til Haddó og Gunna og þaðan í örlítið brúðarráp með stelpurnar í Kringluna.

..::Föstudagur::..
Sólin bakaði niður þegar við loksins drusluðumst á lappir við vorum þá ein í kotinu því að húsráðendur voru farnir til vinnu.
Við fórum niður eftir til Helgu og Kalla og kipptum Kalla með okkur í Húsdýragarðinn og grasagarðinn, það var hreint frábært að damla þarna í góða veðrinu. Á eftir keyrðum við svo Hjördísi upp til Díönu og lulluðum svo niður á Rauðarárstíg, á leiðinni stoppaði ég aðeins úti á Laugarnesi þar sem að við virtum fyrir okkur úr fjarska heimili Hrafns Gunnlaugssonar leikstjóra, það er alveg fararinnar virði að berja það augum og sjá hvernig umhorfs er í kring um listamanninn, persónulega finnst mér þetta rosalega flott en sjálfsagt eru skiptar skoðanir á því eins og öðru............
Á eftir pikkuðum við Helgu upp og renndum svo upp í Perlu og fengum okkur kaffi og nutum útsýnisins, þaðan var brunað yfir í Hafnarfjörð með viðkomu á Bessastaðarnesi en Einar hafði aldrei séð hvar forsetinn býr og urðum við að sýna krúttinu það ;) á eftir var svo kíkt á Fjörukrána og ekki þótti Einari það minna merkilegt því þar var mikið af uppstoppuðum fuglum og ýmsu Víkingadóti þó ekki hafi verið uppstoppaður Víkingur ;) en það var lifandi Páfagaukur sem kunni nokkur orð og reyndi Einar mikið að fá hann til að tala........
Við keyrðum svo Helgu og Kalla heim og brunuðum í Stangarholtið.
Haddó var að fara út með vinkonum sínum svo að við enduðum kvöldið á að skreppa út á Ruby Tuesday´s og gúffa í okkur hömmurum áður en haldið var heim ;).

..::Laugardagur::..
dribi dropp dropp dropp og allt blautt, en hvaða væll það er margt hægt að gera í rigningu.
Kíktum í kaffisopa til Ömmu Dóru og var hún bráðhress að vanda ;), við stoppuðum hjá henni til tæplega tólf en þá þurfti Einar að komast í kringluna þar sem Sveppi og Auddi voru að kynna einhverja Playstation tölvu, við Hjördís skutluðum honum þangað og héngum þar í tvo tíma, ekki var þetta nú eins og sagt var, ekki voru til nógir bolir handa öllum og færri komust að en vildu, ég var ekki par ánægður enda er ljótt að segja ósatt og mér fannst að það hafi verið gert þegar börnunum var lofað bolir og fl í sjónvarpinu kvöldið áður, en svona er lífið og guttinn var sáttur ;).
Við drógum fram sundfötin náðum í Helgu og Kalla og sulluðumst eftir Reykjanesbrautinni yfir í Bláa lónið, og það rigndi og rigndi, rúðuþurrkurnar höfðu ekki við á köflum en það gat verið verra ;) eins og kerlingin sagði um árið ;).
Haddó og Gunni tóku nýju myndavélina með í lónið og mynduðu allt í bak og stjór, það er alveg frábært að geta tekið myndavélina með í sund köfnun eða bara bað ;) og tekið myndir undir yfirborðinu, að vísu voru ekki skilyrði fyrir neðansjávarmyndataka í lóninu en það verður örrugglega gaman að sjá hvernig þetta kemur út í köfun hjá þeim...
Eftir baðið sulluðumst við svo yfir í Stangarholt þar sem húsráðendur göldruðu fram kjúklingaveislu sem tókst frábærlega, og voru flestir afvelta á eftir.
Helga og Kalli fóru svo fljótlega heim enda var Helga orðin ansi lúin eftir daginn.
Við fengum Hjördísi og Óla til að líta eftir Einari og fengum okkur svo kvöldgöngu á Laugarvegin með viðkomu á barnum.
Á barnum vatt sér að mér maður og spurði hvað “Prestur” væri að gera á barnum? Hingað til hef ég ekki þótt prestlegur en alltaf heyrir maður eitthvað nýtt ;).
Við lukum við ölið og röltum heim á leið, en þá var aðeins farið að sjatna í kjúklingaveislunni svo að við gripum með okkur eina Ítalska pítsu á Hlemmi á heimleiðinni, svona rétt til að halda réttri sveigju á línunum ;).

..::Sunudagur::..
Allir kúrðu fram að hádegi ;) í dag, við skruppum svo á stælinn og hesthúsuðum einum borgara hvert en Hjördís og Óli fóru eitthvað annað á meðan.
Á eftir fórum við svo með Einar í sundhöllina en hann langaði svo agalega á stökkbrettið ;). Þar gormaðist hann fleiri ferðar meðan við svömluðum í lauginni.
Eftir sundið fórum við upp í Stangarholt og pökkuðum dótinu í bílinn og kvöddum Haddó og Gunna.
Pabbi Óla kom og sótti hann en við renndum okkur niður brekkuna til Helgu og Kalla þar sem við fengum okkur kaffisopa áður en haldið var á stað norður.
Klukkan var orðin hálf sjö þegar við loksins lögðum af stað norður.
Ferðin heim gekk vel og duttum við inn um bílskúrshurðina rétt fyrir tólf, þá sagði litli grislingurinn “Djöfull er gott að vera komin heim” ég held að allir hafi verið því sammála þó að orðalagið hefði kannski mátt vera fegurra ;).
Og þar með lauk hreint frábærri suðurferð okkar.
Köttur úti í mýri, setti upp á sig stýri, úti er ævintýri.

Og þetta verða lokaorðin í dag.
Bið Guð almáttugan að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð.
<°((Hörður))><


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi