..::Sjúklingurinn er lagstur að bryggju::..

Jæja þá er fársjúk dollan komin í land, við bundum klukkan tíu að staðartíma í morgun. Strumpurinn fann lekan í morgun svo að hægt var að ganga beint í að gera við hann og aðra leka á frystikerfinu, en ein pípa þurfti að fara yfir til St.Johns í endurhæfingu og kemur hún aftur í fyrramálið.

Ég skrapp yfir í Arnarborgu í morgun og kom MaxSea plotternum á lappirnar fyrir þá og setti upp kortin, það var létt verk og löðurmannslegt og frítt eins og öll aðstoð sem ég hef veitt þeirri ólukkudós.

Í fyrramálið verður svo pumpað einum bíl af olíu á dolluna og frystikerfið fyllt af freoni og keyrt upp, þá ætti ekkert að vera að vanbúnaði að sigla. En það þarf að bíða eftir vélstjóra sem kemur út seinnipart á morgun.

Svo eru þeir að spá á okkur einhverju fárviðri svo að það gæti verið að við dokuðum aðeins við meðan mesti blásturinn gengi yfir.

Ég skrapp í mollið og fyllti á sælgætisbyrgðirnar fyrir stubbinn, svo strumpurinn ætti að hafa úr einhverju að moða :).

Já það ganga engin plön upp og óskir mínar rættust ekki núna frekar en áður, ég þarf að fara út með dósina aftur og klára það sem ég var byrjaður á, en það var eyrnamerkt fyrsta mars sem löndunardegi svo nú er bara að sjá hversu mikils virði það er sem sagt er við mann.

Læt þetta nægja í dag.

Bið Guð og lukkuna að fylgja ykkur öllum.

<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi