..::Kalt::..
Hann er kaldur á okkur í dag -7°C og létt ísing, það er bara einn hitarúða í framkantinum brúnni svo að það er bara útsýni út um einn glugga. En inni er hlítt og gott og engu yfir að kvarta :).
Strumparnir voru búnir að ná að snúa föstu dælunni með kúbeini,og svo hamaðist vélgæslustrumpurinn á kúbeininu í alla nótt. Það á að setja mótorinn við í kvöld og sjá til hvort hann getur ekki rifið þetta af stað, ég reikna með að þeir félagar signi yfir dælugarminn og fari með tólf maríubænir hvor áður en flugeldasýningin hefst. Ég bíð spenntur eftir niðurstöðunni :).
Það er ekkert gaman að vera vélaStrumpur á dollunni í dag, ekki nóg með að þessi dælufjandi sé að hrekkja þá heldur er frystikerfið í einhverju stríðnisstuði líka og gerir allt sem það getur til að gera þeim lífið leitt :(.
Systir mín sendi mér nokkra brandara í morgun, það er alltaf úr meiru og meiru að moða til að hengja á bloggið :). En hér kemur sá sem mér fannst bestur:
Íri, Englendingur og Skoti sitja saman á bar
Íri, Englendingur og Skoti sitja saman á bar í Ástralíu. Útsýnið er frábært, bjórinn frábær og maturinn æðislegur. "En," segir Skotinn, "pöbbarnir heima eru betri. Í Glasgow er lítill bar sem heitir McTavish"s. Barþjónninn þar gerir vel við fastagestina og fimmti bjórinn er alltaf ókeypis." "Jæja," segir Englendingurinn, "á hverfisbarnum mínum, Rauða Ljóninu, þá er þriðji hver bjór frír." "Það er nú ekkert," segir Írinn. "Heima í Dublin er bar sem heitir Ryan"s Bar. Um leið og þú stígur fæti inn fyrir dyrnar er þér boðið upp á bjór.. og annan... og annan. Eins mikið og þú getur í þig látið. Þegar þú ert búinn að fá nóg af bjór, þá er farið með þig upp þar sem þú færð nóg að ríða. "Allt í boði hússins." Englendingurinn og Skotinn horfa vantrúaðir á Írann, en hann sver að þetta sé dagsatt. "Nú..," spyr Englendingurinn, "gerðist þetta fyrir þig í alvörunni?" "Ekki mig persónulega," segir Írinn. "En þetta kom fyrir Birnu systir..."
Það er svo sem ekki mikið annað að segja þennan daginn.
Bið Guð að geima ykkur fyrir mig...............................
<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>
Hann er kaldur á okkur í dag -7°C og létt ísing, það er bara einn hitarúða í framkantinum brúnni svo að það er bara útsýni út um einn glugga. En inni er hlítt og gott og engu yfir að kvarta :).
Strumparnir voru búnir að ná að snúa föstu dælunni með kúbeini,og svo hamaðist vélgæslustrumpurinn á kúbeininu í alla nótt. Það á að setja mótorinn við í kvöld og sjá til hvort hann getur ekki rifið þetta af stað, ég reikna með að þeir félagar signi yfir dælugarminn og fari með tólf maríubænir hvor áður en flugeldasýningin hefst. Ég bíð spenntur eftir niðurstöðunni :).
Það er ekkert gaman að vera vélaStrumpur á dollunni í dag, ekki nóg með að þessi dælufjandi sé að hrekkja þá heldur er frystikerfið í einhverju stríðnisstuði líka og gerir allt sem það getur til að gera þeim lífið leitt :(.
Systir mín sendi mér nokkra brandara í morgun, það er alltaf úr meiru og meiru að moða til að hengja á bloggið :). En hér kemur sá sem mér fannst bestur:
Íri, Englendingur og Skoti sitja saman á bar
Íri, Englendingur og Skoti sitja saman á bar í Ástralíu. Útsýnið er frábært, bjórinn frábær og maturinn æðislegur. "En," segir Skotinn, "pöbbarnir heima eru betri. Í Glasgow er lítill bar sem heitir McTavish"s. Barþjónninn þar gerir vel við fastagestina og fimmti bjórinn er alltaf ókeypis." "Jæja," segir Englendingurinn, "á hverfisbarnum mínum, Rauða Ljóninu, þá er þriðji hver bjór frír." "Það er nú ekkert," segir Írinn. "Heima í Dublin er bar sem heitir Ryan"s Bar. Um leið og þú stígur fæti inn fyrir dyrnar er þér boðið upp á bjór.. og annan... og annan. Eins mikið og þú getur í þig látið. Þegar þú ert búinn að fá nóg af bjór, þá er farið með þig upp þar sem þú færð nóg að ríða. "Allt í boði hússins." Englendingurinn og Skotinn horfa vantrúaðir á Írann, en hann sver að þetta sé dagsatt. "Nú..," spyr Englendingurinn, "gerðist þetta fyrir þig í alvörunni?" "Ekki mig persónulega," segir Írinn. "En þetta kom fyrir Birnu systir..."
Það er svo sem ekki mikið annað að segja þennan daginn.
Bið Guð að geima ykkur fyrir mig...............................
<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>
Ummæli