..::Veðurtepptir í St.Johns::..

Gærdagurinn gekk þokkalega fyrir sig, við byrjuðum á því að taka olíu og um leið var gert við frystikerfið. Vonandi verður frystikerfið til friðs 6-11-14 bank bank.

Það spáði kolvitlausu veðri og það leit ekki vel út með flugið hjá nýja vélstjóranum, verðuútlit var slæmt og hann átti ekki að lenda fyrr en á miðnætti að staðar tíma.

Upp úr hádegi skruppum við Kiddi yfir til St.Johns til að hitta umboðsmanninn okkar og versla aðeins, það var ágætis veður á leiðinni en smá skafrenningur á köflum. Ekkert sem maður hafði ekki séð áður og þetta hefði ekki þótt mikið á Íslandi :). Þegar við vorum búnir að hitta umbann skruppum við til North Atlantic Marine en þeir sjá okkur fyrir öllum varahlutum í veiðarfæri og þessháttar, þar voru okkur gefnar þessar fínu flíspeysur merktar fyrirtækinu.

Svo fórum við og keyptum okkur lesefni og nokkrar DVD myndir, nú var okkur ekkert að vanbúnaði að halda til baka og lögðum við í hann. Við vorum rétt komnir upp á hraðbrautina þegar blikkandi skilti bentu okkur á að snúa við exit 40 því hraðbrautin væri ófær :(. Það var ekkert annað að gera en að snauta til baka og fara á hótel, við fórum á Holiday inn, daman í lobbyinu var eins og snúið roð í hund og vildi sem minnst fyrir okkur gera, ég var að verða rafmagnslaus á símanum og spurði hana hvort hún ætti nokkuð hleðslutæki fyrir farsíma? ég skal athuga það á morgun sagði sú uppásnúna.

Hvað um það eftir að vara búnir að koma okkur fyrir á herberginu sagði hungrið til sín og löbbuðum við niður á veitingastaðinn á hótelinu, að okkar mati var full mikið af mörlöndum þar, það var einhver slæðingur af áhöfninni á Pétri Jónssyni. Við fórum út í bíl og keyrðum niður á Jorneys end hótel, ég skrapp í lobbyið og spurði þær hvort þær ættu nokkuð hleðslutæki fyrir farsíma, daman skoppaði bak við og kom með fullan poka af hleðslutækjum og fór að leita í honum, að lokum fann hún rétta tækið :), þá spurði ég hvort ég mætti ekki skilja síman eftir hjá henni í hleðslu meðan ég færi að fá mér að borða? Þú mátt bara eiga þetta hleðslutæki sagði daman. Já hann getur verðið ótrúlegur munurinn á þjónustu og þjónustulund milli manneskja og fyrirtækja. Eftir frábæran kvöldverð á Jorneys end lulluðum við upp á Holiday inn og svifum inn í draumalandið. Klukkan níu í morgun vorum við Kiddi komnir upp á hraðbraut og brunuðum yfir í Bay Roberts, þetta óvænta stopp okkar í St.Johns var ágætis hleðsla á batteríin fyrir það sem eftir er af túrnum :).

Eitthvað hefur blásið hérna í nótt því Lettneski fáninn er allur í tætlum eftir viðureignina næturinnar, sjálfsagt er ekki gert fyrir svona ófriði í veðrinu í Lettlandi og gæði fánans því í samræmi við veðurfarið þar :).

Klukkan 11:50 slepptum við öllum endum og sigum út úr höfninni ásamt Pétri Jónssyni sem sleppti nánast á sama augnabliki. Ekki höfum við neitt í Pétur að segja sem gengur 13sml og skildi hann okkur eftir, dollan rennur samt 11sml sem er hið besta mál miðað við stærð getu og fyrri störf :).

Þetta verða lokaorðin í dag.

Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur.

<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi