..::Prufurúntur á harðfenninu::..
Ekki mikið að frétta héðan, litlujólin voru í skólanum hjá Einar Má í morgun og þar með er hann komin í jólafrí.
Ég sparkaði hjólinu í gang í dag og fékk mér smá hressingarrúnt í góða veðrinu, fór nokkuð víða en hjarnið var ekki alveg nógu gott, það var frekar lint og víða nokkur snjór ofan á því svo gripið var gloppótt, ég hafði mig samt upp á dal og sá þar spor eftir Jólasveininn, hann var semsagt á ferðinni í nótt þótt hann hafi ekki komið við hjá mér :(.
Ísinn á Hrísatjörninni var heldur ekki góður, það lá snjóþekja yfir öllum ísnum og svo var drullublaut vatnssósa ofan á ísnum, þetta var misskellótt sem gerði ísreið óskemmtilega. En maður setti allavega í gang :).
Þetta verður að duga í dag ;).

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi