..::Örugglega gott að vera hryggleysingi::..
O doh, ekkert markvert í dag annað en að ég vaknaði allur skakkur og skældur í morgun, eitthvað hafði aflagast í hrygglengjunni á mér svo að allir tilburðir mínir til gangs bentu til þess að ég væri nær áttræðu heldur en fjörutíu sem er víst nær sannleikanum.
Að mínu viti var ekkert annað í stöðunni að gera en að reyna að ganga þessa slæmsku úr sér, og ákvað ég að ganga heiman frá okkur og niður á sand. Það var ógeðslega hált í bænum og var ég komin að því að snúa við niður við fjölrita og fara bara heim og leggjast fyrir, það var eins og hníf hefði verið stungið í bakið á mér og væri svo honum snúið í hverju skrefi. En ég hélt áfram ákveðin í að holl og góð hreyfing væri allra meina bót.
Ferðin eftir sandinum sóttist hægt og bítandi og var tíðindalítil niður að ósnum, ég var það snemma á ferðinni að enn var svartamyrkur en tunglbjart og meðan ég staulaðist áfram náði ég tveim stjörnuhröpum, hvort ég óskaði mér man ég ekki en þetta var nokkuð flott. Á bakaleiðinni mætti ég svo manni, ég sá hann að vísu ekki fyrr en ég átti nokkra metra í hann, ég ákvað að vera kurteis og bauð góðan daginn, maðurinn leit aðeins á mig stoppaði og strunsaði svo burt án þess að segja neitt, sjálfsagt hefur hann haldið að hann hafi mætt draug, allavega voru viðbrögðin við þessari kurteislegu morgunkveðju minni mér óskyljanleg.
Dagurinn leið svo tíðindalítið en ég var aðeins skárri í bakinu þegar leið á daginn.
Já þetta var einhvernvegin svona í dag.................
O doh, ekkert markvert í dag annað en að ég vaknaði allur skakkur og skældur í morgun, eitthvað hafði aflagast í hrygglengjunni á mér svo að allir tilburðir mínir til gangs bentu til þess að ég væri nær áttræðu heldur en fjörutíu sem er víst nær sannleikanum.
Að mínu viti var ekkert annað í stöðunni að gera en að reyna að ganga þessa slæmsku úr sér, og ákvað ég að ganga heiman frá okkur og niður á sand. Það var ógeðslega hált í bænum og var ég komin að því að snúa við niður við fjölrita og fara bara heim og leggjast fyrir, það var eins og hníf hefði verið stungið í bakið á mér og væri svo honum snúið í hverju skrefi. En ég hélt áfram ákveðin í að holl og góð hreyfing væri allra meina bót.
Ferðin eftir sandinum sóttist hægt og bítandi og var tíðindalítil niður að ósnum, ég var það snemma á ferðinni að enn var svartamyrkur en tunglbjart og meðan ég staulaðist áfram náði ég tveim stjörnuhröpum, hvort ég óskaði mér man ég ekki en þetta var nokkuð flott. Á bakaleiðinni mætti ég svo manni, ég sá hann að vísu ekki fyrr en ég átti nokkra metra í hann, ég ákvað að vera kurteis og bauð góðan daginn, maðurinn leit aðeins á mig stoppaði og strunsaði svo burt án þess að segja neitt, sjálfsagt hefur hann haldið að hann hafi mætt draug, allavega voru viðbrögðin við þessari kurteislegu morgunkveðju minni mér óskyljanleg.
Dagurinn leið svo tíðindalítið en ég var aðeins skárri í bakinu þegar leið á daginn.
Já þetta var einhvernvegin svona í dag.................
Ummæli