Einn brasdagurinn enn að kvöldi komin og ekkert lát á vandamálunum í Erlu.
Í morgun þegar við hífuðum var komin kaldaskítur með tilheyrandi velting og látum, við ætluðum aldrei að ná trollinu inn því að hlerarnir voru alltaf inni í rennunni og ef ekki þá lokuðu þeir algjörlega rennunni ;( ekki var hægt að kasta við þessar aðstæður og pjökkuðum við upp í veður og vind á meðan reynt var að græja þetta aðeins betur, við fórum í að logskera burt einhverjar stýringar á gálganum sem við töldum að væru til vandræða, það versnaði við það ;(.
Á endanum hengdum við hlerana í græjur á meðan kastað var til að fá þá út úr rennunni, svo var rafsuðumaðurinn settur í að rafsjóða rör þvert yfir rennuna til að reyna sporna gegn þessu, en vandamálið er samt ekki leist með þessu og þetta verður til vandræða þangað til að við finnum lausn til að koma hlerunum utar á rassgatið á skipinu. Við köstuðum svo seinnipartinn og nú erum við að reyna að toga en vindur og straumur vill ráða ferðum okkar svo að nú fer dollan það sem hún vill ;).
Þetta er nú að verða meiri túrinn og líklegast sá skrautlegasti sem ég hef farið hingað til, ég verð nú að játa að núna er orðið ansi lítið eftir af langlundargeði fyrir þessum endalausu vandamálum og veseni.
En það þíðir ekkert að gráta og maður verður að reyna að sjá ljósið ;).
Það hlýtur að vera ungi einhver staðar sem ég við eigum eftir að finna.
Veðrið er að skána og ég held að það verði þokkalegt veður á morgun, á morgun fer svo farþeginn okkar yfir í Arnarborgu (ef veður leifir) og verður hans sárt saknað.
Ég fékk email frá Einari Má í morgun sem mér þótti ákaflega væntu um, hann er komin með sitt eigið emil og er ofsalega spenntur fyrir póstinum sínum, emilið hans er slimi@torg.is finnst ykkur það ekki flott?.
Jæja maður verður að reina að leita að einhverju jákvæðu og skemmtilegu í huga sér til að gleyma öllu þessu basli, því einn daginn verður þetta búið og þá á maður eftir að hlæja að þessu ;).
Ég bið Guð að vaka yfir ykkur.....................
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi