Síðastliðna nótt fengum við þann mesta velting sem við höfum fengið á leiðinni ;) og var ein og maður væri í rússíbana.
En um hádegi var svo komið þokkalegt veður en haugasjór og veltingur, þetta er svo smátt og smátt að fjara út.
Við reiknum með að geta kastað druslunni um hádegisbil á morgun.
Það eru allir búnir að vera á fullu í að gera við og lagfæra og er engum hlíft, veslings farþeginn er misnotaður hrapalega og er hann alltaf eitthvað að laga fyrir okkur ;). ‘I dag tengdi hann Gýrókompásinn inn á 24v og svo var eitthvað fleira sem hann lagfærði í rafmagninu.
Rafvirkinn liggur bara fyrir og ber sig aumlega, ég kíkti á karlinn í dag og var komin út myndarlegasti marblettur á bakinu á karlgreyinu.
Að öðru leiti hefur dagurinn verið öðrum líkur hjá okkur.
Megi himnaföðurinn passa ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi