Í gærkvöldi þegar hífað var þá fékk maður vægt áfall en það er búið að vinna nokkuð vel úr flestum vandamálunum sem þá komu upp ;).
En á tímabili féllust manni alveg hendur ;) og maður sá engan vegin út úr bilana og vandræða súpunni ;).
Í nótt klukkan fjögur var svo trollinu gusað út aftur og togað til hádegis, aflinn var þokkalegur og veðrið hreint ljómandi.
Þar sem að gírinn í gasolíuskilvindunni varð tannlaus í nótt og hún þar með úr leik. Varð ég að keyra yfir að Lómnum og sækja varahluti í skilvinduna og fl sem kom út með honum. Í framhaldi af því gerðum við nokkrar breytingar á trolli og hlerum og köstuðum svo druslunni kl 1700.
Nýja fína Scanmar trollaugað entist í heilar fjórar klukkustundir og liggur nú bilað inni í skáp engum til gagns en mér til mikillar armæðu.
Svo er fyrirliggjandi að sansa hlutina til og fá allt til að snúast og virka, en líklega tekur það einhvern tíma að fá þetta í almennilegt horf. Róm var ekki byggð á einum degi og þar við situr.
Farþeginn er búin að vera á fullu í rafmagninu í brúnni og virðist það vera endalaust, en þegar hann var búin því þá fór hann í að þrífa ganginn og klósettin frekar en að gera ekkert ;).
Ef að Erla væri mannvera þá væri örugglega búið að dæma hana langveika, og ólæknandi ;).
Læt þetta nægja af Flæmingja grunni í dag.
Gangið á Guðs vegum.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi