Og ekki kom blíðan enn þó svo að spáin hafi nánast lofað blíðu ;(.
Aflinn eftir nóttina var rýr og sama var að segja um næsta hol, en þá vildi ekki betur til en að trollið hengilrifnaði inni á dekki allt vegna athugunarleysis, arrg arrg.
Og á meðan við vorum að gera við trollið þá þurfti vélstjórinn endilega að vilja stoppa vélina svo nú er trollið klárt en við á reki að bíða eftir að það verði klárt í vélarúminu, á meðan fjarar dagurinn út og þar með veiðilíkurnar. Já einn dagurinn enn með krókinn á kafi í rassgatinu.
Við Hannes fundum gamlan GPS niðri í skúffu og nú er búið að koma loftnetinu fyrir hann upp og koma honum af stað ;). En stóra talstöðin bilaði ;( Hannes er búin að liggja yfir henni og varð að játa sig sigraðan þar. Okkur sýnist á spánni að það verði lítið veður til flutninga á morgun svo að ef við eigum að koma Hannesi yfir þá verður það að gerast í kvöld.
Polling systemið hökti af stað hjá okkur í dag, en það gerir NAFO kleift að skoða staðsetningu okkar hvenær sem þeir vilja gegn um gerfihnött, núna verðum við líklega alltaf í plotti hjá þeim.
Að öðru leiti er þessi dagur öðrum líkur hérna í Erlunni, hvenær skildi koma braslaus dagur þar sem hlutirnir gengu upp? Ætlar þessu aldrei að linna? Þessara spurninga hefur maður spurt sjálfan sig aftur og aftur síðan þessi túr byrjaði en ekki hafa enn komið nein svör.
En það eru góðar fréttir með olíuverðið, það droppaði um 10kr þegar stríðið byrjaði í Írak, árásarstríðið eins og þeir segja pólitíkusarnir á Íslandi, hver er eiginlega munurinn á stríði og árasarstríði? Gengur þessi vitleysa ekki alltaf út á það sama, að reina að drepa hvorn annan?
En við þessu getum við víst lítið gert.
Læt þetta verða lokaorðin í dag.
Guð geimi ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi