I morgun sigum við upp á norðurhornið á Flæmska Hattinum og klukkan eitt var trollið komið í botninn ;). Við fyrstu sýn þá virðist þetta virka 7-9-13 bank bank en ég ætla samt að koma frá mér blogginu áður en fyrsta holið verður innbyrgt ;).
Það er búið að vera kaldaskítur í dag og heyrði ég að stóru dasarnir voru að tala um 15-20m/s en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, okkur finst þetta ekki svo slæmt eftir það sem á undan er gengið.
Þegar á reyndi þá vinnur suðupotturinn ekki og er nokkuð ljóst að eldhólfið sem reynt var að klastra í heima er ónýtt ;(.
Hannes er búin að standa í ströngu í dag og er búin að vera á kafi í köplum og tengingum undir brúnni í mest allan dag, þar þurfti að taka til hendinni ;).
Veslings vélstjórinn minn er búin að vera svartur upp fyrir haus í allan dag, það eru allskyns vandamál að hrella hann og af nógu að taka.
Sjálfsagt koma upp enn fleiri vandamál þegar híft verður svo að ég sá mér leik á borði og losa mig við bloggið áður en stóri hvellurinn kemur ;).
Hér er slatti af skipum og flest eru þau í eigu íslendinga.
Læt þetta nægja í dag.
Vona að Guðs englar flögri yfir ykkur og vermdi ykkur frá öllu illu og ljótu.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi