Mættum á svæðið klukkan 7:30 í morgun, og á endanum hafðist druslan út.
Hífðum í hádeginu og var aflinn rýr,
Það gekk náttúrulega á ýmsu eins og vanalega, fyrst fór rafmagnið og svo héldu ekki bremsurnar á spilunum, ekki bara bakborðsspilið heldur bæði spilin ;) en það hlýtur að komast í lag.
Skúli kom og sótti iðnaðarsekkina sem við komum með og svo köstuðum við druslunni út áfram suður.
Jón vinnslustjóri er búin að vera úti dekki að sjóða og brenna í allan dag, það var einhver lasleiki á skeifunni sem festist í trollinu og rífur það inni á dekkinu.
Hannes er búin að vera á fullu í rafmagninu í pottinum og er eitthvað bölvað bull í gangi í þeim búnaði og engar teikningar til um hvernig þetta á að vera, og ég er skíthræddur um að nýja eldhólfið sé lekt en er ekki búin að fá það staðfest, það væri eftir öðru.
Veðrið er með skárra mótinu en þokusuddinn liggur yfir öllu.
Þetta er nú það helsta af okkur í dag.
Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi