..::Út og suður::..
Jæja þá plokkar maður inn nokkrar línur ;);), en maður er frekar latur að liggja yfir tölvunni þessa dagana, ég ætlaði t.d að vera búin að henda inn einhverjum myndum en þar sem þessi vesalings vefmyndahýsing sem ég var með liggur niðri þá hefur það allt lent í biðstöðu, mér sýnist að ég verði að endurskoða þennan geymslumáta eitthvað og kannski endurbyggja myndavefinn okkar. Það er aftur á móti ekki á dagskrá næstu daga svo að enn verður einhver bið, þó er aldrei að vita hvað myndi gerast ef http://photos.heremy.com vaknaði að dvalanum sem sú síða liggur í núna.

Og helgin, já á laugardaginn var ráðist á blómabeðin hjá Ninnu og Gumma og þau gjörsamlega þurrkuð út, svo var smíðaður blómakassi sem á í framtíðinni að halda utan um skautjurtirnar, Bjarki var okkur Gumma dyggur aðstoðarmaður við smíðina og stóð sig eins og hetja á söginni, um kvöldið grilluðum við svo öll saman og var mikið fjör.
Lögreglan í Ólafsfirði hringdi á Laugardagskvöldið og tilkynnti að númerið á hjólið væri fundið :), og ætluðu þeir að koma því til starfsbræðra sinna á Dalvík þar sem ég gæti sótt það :).

Sunnudagurinn var tekin með trukki og dýfu en grill og blómabeðsgengið ákvað að leigja sundskálann og spella svolítið, þetta var ágætt því maður var frekar slappur eftir grillveisluna hehe.

Í gær var svo allt á fullu, við feðgarnir settum saman nýjan fataskáp fyrir Hjördísi, ekki var annað að sjá en að Einar Már væri nokkur fljótur að átta sig á teikningunum og svo rann þetta saman hjá okkur :), eftir skápsmíðina fór ég svo í hjólatúr með dótturinni í góða veðrinu.
Númerið skilaði sér á löggustöðina og náði ég í það seinnipartinn og skrúfaði aftur á hjólið, vonandi tollir það betur á en síðast, hehe en ég á jú annað í smíðum á fanganýlendunni :):).
Eftir kvöldmatinn fór ég svo með þá frændur Einar Má og Kalla í göngutúr, og löbbuðum við gamla Ólafsfjarðarmúlaveginn upp að útsýnispalli og til baka, vegurinn er í sundur á einum stað svo að hann er ekki bílfær, né fær öðrum farartækjum. Það er nú hálfgerð synd að hann skuli ekki vera opin þó ekki væri nema upp að palli því útsýnið þara er alveg magnað, en líklega verður þetta bara gönguleið í framtíðinni.

Jamm þetta er það helsta sem á mína daga hefur drifið síðan ég plokkaði síðast.

Guð veri með ykkur..........

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi