..::Mannaskipti::.
Við rétt náðum að hnusa af fiskimönnunum áður en það þurfti að fara inn í mannaskiptin.
Mannaskiptin voru svipuð og alltaf, það þarf ekki að kvarta undan því að ekki sé skipulagningin í lagi hjá yfirfararstjóranum, vélin var á réttum tíma og allt leit dillandi vel út þangað til komið var til Máritaníu en þar varð smá töf út af bulli í hafnaryfirvöldum, bara normal miðað við hvar í veröldinni við erum staddir.
Við múruðum saman þrír Janus Geysir og Sirius og gekk allt eins og smurð vél að koma mannskap að og frá skipunum, við félagarnir notuðum tímann til að kíkja yfir í Geysir og skoða nýjasta stýrimanninn Júlíu, hún er loðin og ferfætt og ákaflega krúttlegt eintak af ketti, en ósköp er hún nú lítil ennþá.
Menn voru misjafnlega virðulegir í mannaskiptunum, ef farið er út í virðulegheit þá bar Boggi vinnslustjóri á Janusi af, og blikna Máritanskir herbúningar í samanburði við borðalagðan Top Gun búninginn sem hann var í.
Boggi kom hingað yfir og sat í sófanum og spjallaði þegar stýrimaðurinn minn kallaði á mig til að spyrja hver þetta væri. Hann hélt að þarna færi einhver stórembættismaður og varð meira en lítið hissa þegar ég sagði honum að þetta væri vinnslustjórinn á Janusi.
Um miðjan dag slepptum við svo og héldum til hafs á ný.
Myndir dagsins eru af Júlíu og svo ein af flottasta vinnslustjóranum í flotanum, einnig eru nokkrar myndir "hér"
Læt þetta nægja í dag.
Megi himnaföðurinn vera ykkur innan handar í endalausu vafstri lífsins.
Við rétt náðum að hnusa af fiskimönnunum áður en það þurfti að fara inn í mannaskiptin.
Mannaskiptin voru svipuð og alltaf, það þarf ekki að kvarta undan því að ekki sé skipulagningin í lagi hjá yfirfararstjóranum, vélin var á réttum tíma og allt leit dillandi vel út þangað til komið var til Máritaníu en þar varð smá töf út af bulli í hafnaryfirvöldum, bara normal miðað við hvar í veröldinni við erum staddir.
Við múruðum saman þrír Janus Geysir og Sirius og gekk allt eins og smurð vél að koma mannskap að og frá skipunum, við félagarnir notuðum tímann til að kíkja yfir í Geysir og skoða nýjasta stýrimanninn Júlíu, hún er loðin og ferfætt og ákaflega krúttlegt eintak af ketti, en ósköp er hún nú lítil ennþá.
Menn voru misjafnlega virðulegir í mannaskiptunum, ef farið er út í virðulegheit þá bar Boggi vinnslustjóri á Janusi af, og blikna Máritanskir herbúningar í samanburði við borðalagðan Top Gun búninginn sem hann var í.
Boggi kom hingað yfir og sat í sófanum og spjallaði þegar stýrimaðurinn minn kallaði á mig til að spyrja hver þetta væri. Hann hélt að þarna færi einhver stórembættismaður og varð meira en lítið hissa þegar ég sagði honum að þetta væri vinnslustjórinn á Janusi.
Um miðjan dag slepptum við svo og héldum til hafs á ný.
Myndir dagsins eru af Júlíu og svo ein af flottasta vinnslustjóranum í flotanum, einnig eru nokkrar myndir "hér"
Læt þetta nægja í dag.
Megi himnaföðurinn vera ykkur innan handar í endalausu vafstri lífsins.
Ummæli