..::Það er ekki öll vitleysan eins::..
Jæja þá eru við komnir suður, þetta fór ekki eins og í laginu með Bubba þar sem hann söng "aldrei fór ég suður", við silgdum suður í allan gærdag og stoppuðum ekki fyrr en við vorum komnir suður fyrir Nouakchott.
Sjálfsagt sér einhver húmorinn í þessu og pundar á mig "aldrei fór ég austur", en ég er búin að ætla austur á Eskifjörð í hverju einasta fríi síðastliðin tvö ár en hef ekki enn komið því í verk ;), það er samt á teikniborðinu og stefnir í að verða að veruleika fyrr en seinna, ekki orð meira um það.

Það virðist vera að okkur hafi tekist að hrista af okkur skemtikraftinn sem lagðist upp á okkur eins og hreppsómagi þegar við yfirgáfum Nouadhibou, gott að vera lausir við hann, enda var hann með endæmum leiðinlegur og með óskiljanlegan húmor.

Skipin voru öll í einum hnapp í dag og gekk mönnum misjafnlega að lokka fiskkvikindin í veiðarfærin.
Ég var á tímabili farin að trúa því að fína Sauðalitaspjaldið sem ég keypti á bondi.is og hengdi upp með viðhöfn í brúnni væri valdur af því að fisktittirnir vildu ekki til okkar, en það var með eindæmum langsótt skýring, en lýsir því kannski best hvað við skipstjórnarmenn erum ruglaðir.
Ég var einu sinni á sjó með skipstjóra sem trúði því að hann fiskaði ekki nema hann væri með húfudruslu á sjónum sem hann hafði átt í fjölda ára.
Eitt sinn vorum við komnir út að Garðskaga á leið frá Reykjavík þegar það uppgvötaðist að þetta göldrótta höfuðfat hafði gleimst heima, nú voru góð ráð dýr en á endanum áhvað kappinn að fara í land eftir húfunni frekar heldur en að róa húfulaus, túrinn væri hvort eð er ónýtur ef húfan væri ekki með.
Þær eru örugglega margar sögurnar af sérvitringum hafsins og ekki allar gáfulegar, en þetta er partur af prógramminu. Kannski endar þetta með því að ég geti ekki farið á sjó aftur nema hafa veggspjaldið góða með hehe.

Mynd dagsins er af veggspjaldinu fína.

Læt þetta duga í dag.
Bið Guð og gæfuna að vaka yfir hugsjúkum sálum ykkar, og látið nú ekki sérviskuna leiða ykkur í í einhverja tóma vitleysu.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Í sambandi við að trúa á eitthvað,þá mannstu kannski eftir fiskibuxunum þínum sem Hólmanesmenn trúðu fastlega á.
Gangi þér allt í haginn,og ein spurning í lokin af hverju keyptirðu þetta veggspjald????? hefði ekki verið nær að stilla upp mynd af mér???? knús knús Mamma
Nafnlaus sagði…
Jú ég man eftir þessum buxum þegar þú segir það, þær voru kallaðar tívolíbuxurnar og kom fyrir að ég var beðin um að fara í þær :).

Vinkona mín á Dalvík lenti einhvernvegin í því fyrir mörgum árum að vinir og kunningjar fóru að færa henni rollur, annskyns styttur og hluti þar sem rollur voru í aðalhlutverki, mér fannst þetta krúttlegt og hef öðru hvoru fært henni af gæsku minni eitthvað rolludót ;), ég sá svo þetta fína veggspjald á netinu og ákvað að panta og gefa vinkonunni, en fyrst ég var byrjaður að panta þá fannst mér tilvalið að fá mér eitt líka og taka með á sjóinn ;).
Í Mauritaníu og Marocco er mikil hefð fyrir Geitarækt og eru heimamenn mjög áhugasamir að skoða myndirnar á þessu veggspjaldi :), íslenska sauðkindin er jú náskyld geitinni.

Vinsælar færslur af þessu bloggi