..::Komin á hafið aftur::..
Jæja þá er fríið uppurið og ég er komin á hafið aftur, kom um borð í fyrradag eftir hundleiðinlegt og þreitandi ferðalag, flogið var Kef-Köben-Madrid-Las Palmas og svo áfram Las Palmas-Dakhla.
Sirius beið eftir okkur í Dakhla nýbúin að landa og klár til brottfarar, en úthaldi í lögsögu Marocco var að ljúka og silgdum við beina leið niður til Nouadhibou í Máritaniu, þar tókum við mannskap og tilheyrandi leyfi.
Einhvert basl var á spilkerfinu og var verið að skipta um rör og laga leka á spildælu, því var ekki lokið fyrr en seint í gærkvöldi og þá átti eftir að fylla á glussakerfið og loftæma það.
Eftir miðnætti mætti svo olíudallur sem við spyrtum okkur við og erum í þessum töluðu orðum að ljúka við að sjúga úr honum eina miljón lítra af svartagullinu, vonandi sleppum við fljótlega af stað því þetta er orðið ágætt af töfum í bili.
Annað er ekki í fréttum héðan í bili.
Mynd dagsins var tekin í gær og skýrir sig sjálf.
Bið svo Guð og gæfuna að vaka yfir sálum ykkar þangað til að ;)...............
PS: Ég tók aðeins til á tenglasíðunni og setti inn nýja tengla tengda áhugamálum mínum, það bættust við nokkar heimasíður skipa og fl
Jæja þá er fríið uppurið og ég er komin á hafið aftur, kom um borð í fyrradag eftir hundleiðinlegt og þreitandi ferðalag, flogið var Kef-Köben-Madrid-Las Palmas og svo áfram Las Palmas-Dakhla.
Sirius beið eftir okkur í Dakhla nýbúin að landa og klár til brottfarar, en úthaldi í lögsögu Marocco var að ljúka og silgdum við beina leið niður til Nouadhibou í Máritaniu, þar tókum við mannskap og tilheyrandi leyfi.
Einhvert basl var á spilkerfinu og var verið að skipta um rör og laga leka á spildælu, því var ekki lokið fyrr en seint í gærkvöldi og þá átti eftir að fylla á glussakerfið og loftæma það.
Eftir miðnætti mætti svo olíudallur sem við spyrtum okkur við og erum í þessum töluðu orðum að ljúka við að sjúga úr honum eina miljón lítra af svartagullinu, vonandi sleppum við fljótlega af stað því þetta er orðið ágætt af töfum í bili.
Annað er ekki í fréttum héðan í bili.
Mynd dagsins var tekin í gær og skýrir sig sjálf.
Bið svo Guð og gæfuna að vaka yfir sálum ykkar þangað til að ;)...............
PS: Ég tók aðeins til á tenglasíðunni og setti inn nýja tengla tengda áhugamálum mínum, það bættust við nokkar heimasíður skipa og fl
Ummæli