..::Nú skemmti skrattinn sér!::..
Seint í gær náðum við loksins að lalla af stað burt frá Nouadhibou við almennan fögnuð áhafnarinnar sem var satt best að segja búin að fá nóg af þessari bið.
En Adam var ekki lengi í Paradís því það var sem sá svarti með klaufirnar og halann hefði slegist í för með okkur og ekki annað að sjá en hann ætlaði að skemmta sér.

Við náðum ekki að koma trollinu í hafið áður en kapalinn á báðum kapalspilunum var slitinn og annað trollsónarinn komin í döðlur.
Það var ekkert annað að gera en að spila trollið inn á dekk og bíða meðan við sleiktum sárin og reyndum að koma einhverju lagi á þetta dót.

Á endanum hafðist svo trollið út og þá gekk ágætlega að ljúga einhver kvikindi í pokann, en það var sýnd veiði en ekki gefin því þegar við hífðum kom gat á pokann og megnið af aflanum bunaði aftur í hafið :(.
Ofan á allt þetta bras er svo farin hjá okkur spildæla sem gerir það að verkum að við erum eins og hænan hans Emils í Kattholti sem kölluð var halta Lotta, það má því segja að maður hefji þetta úthald með stæl.

En það þíðir víst lítið að væla yfir þessu, þetta basl hlýtur að ganga yfir og þá verðum við fljótir að gleima :). Það er samt alltaf hundleiðinlegt að takast á við þetta á meðan þetta gengur yfir, en einhverstaðar stendur skrifað að það sem ekki drepi mann, það herði mann, því ætla ég að trúa þangað til annað kemur í ljós :):).

Mynd dagsins er tekin aftur á dekki í gærkvöldi þegar mest gekk á.

Við vonumst til að kvikindið hafi gefist upp á okkur og farið til síns heima eftir afrek gærkvöldsins.

Bið svo drottins engla flögra yfir ykkur dag og nótt og passa upp á að klaufdýrið svarta komist hvergi nálægt ykkur........

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi