..::Sand ráp::..

Í gærkvöldi tókum við myndina Master and Commander,
mér þótti myndin býsna góð en var samt einn um að klára hana.

Í morgun fór ég svo til Begga og hann lét braka og bresta i mér þangað til við báðir vorum sáttir, svo á að endurtaka þetta aftur á fimmtudag en þá verður þetta vonandi orðið gott í bili.

Þær mæðgur voru svo á fullu við tiltektir i dag, ég var farin að skammast mín svo fyrir letina að ég fór og þvoði bílinn og stéttina.

Seinnipartinn fórum við svo í göngu á sandinum, veðrið var alveg frábært og ekki spillti fyrir að það var háfjara.

Eftir göngutúrinn fórum við svo á körfuboltaleik hjá Einari Má og hans æfingarfélögum, þetta var fyrsti leikurinn sem þeir spila og var hópunum skipt í tvö lið.
Ekki var minn maður ánægður með leikinn og er það vel skiljanlegt, það var mikið um einleik og fengu þeir yngstu að líða fyrir það. Stærri strákarnir áttu leikinn og hundsuðu mestmegnis liðsmenn sína, drengurinn minn var mjög óánægður með þennan fyrsta leik.
Bæði taldi hann sig hafa verið í röngu liði og fékk nánast aldrei að koma nálægt boltanum ekki mjög spennandi það.

Þetta er nú það helsta héðan..

Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.........


<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi