..::Helgarfrí::..

Bara asskoti góður eftir helgarfríið þakka ykkur fyrir ;).
Ég byrjaði laugardaginn á heilun í Bjarmanum, það var alveg rosalega fínt og sannkölluð upptekkt á sá og líkama.
Seinnipartinn var okkur svo borðið í Afmælið hjá Bjarka Fannari þar sem allt flaut í tertum, gerðum við því góð skil.
Klukkan sjö vorum við svo boðin til veislu hjá vinafólki okkar, þetta er svona matarklúbbur sem inniheldir þrjár fjölskyldur og ganga veisluhöldin hringinn.
Fyrstu tvær veislurnar eru að baka og næst er komið að okkur, það veldur okkur miklu hugarangri hvernig við leysum það ;)......................
En hvað um það maturinn var alveg frábær og var skolað niður með hinum og þessum tegundum af vínum, allt eftir því hvað passaði við hvað.
Stóð þessi átveisla fram yfir miðnætti, við lölluðum stuffuð af stað heim en eitthvað vingsaði nú nálin í kompásnum og ákváðum við að kíkja aðeins við á barnum í leiðinni.
Það stoppuðum við dulitla stund, og kom mér á óvart hvað mikið var af fólki úti á lífinu.

Sunnudagurinn var frekar rólegur hjá okkur, þó drifum við okkur út á göngu og löbbuðum sandinn frem og til bage.
Það er búið að vera snjór og hálka síðan númerið fór á vélhestinn svo að honum hefur ekkert verið riðið um helgina, en það stendur víst til bóta um miðja vikuna því þá á að hlýna aftur.
Gærkvöldið fór svo í sjónvarpsgláp og leti.

Þetta er það helsta sem á daga mína hefur drifið síðan á föstudag.

Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur.


<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi