..::Úrkoma & vindur::..
Skítaveður í allan dag, og hefur þessum fyrsta degi verkfalls grunnskólakennara verið eitt að mestu leiti innandyra.
Gróf upp bók sem ég las fyrir mörgum árum og hafði þá mikil áhrif á mig, bókin heitir “Býr Íslendingur hér” og fjallar um fangavist Leifs Müllers í fangabúðum Nasizta í seinni heimstyrjöldinni, þetta er svakaleg lesning sem lætur engan eftir ósnortinn.
Í gærkvöldi kíktum við aðeins á Ninnu, þar settist ég fyrir framan fársjúkan tölvugarminn og hætti ekki fyrr en ég stautaði honum af stað og í samband við veraldarvefinn :).
Þetta var ekki ósvipað gamalli sláttuvél með Briggs&Stratton bensínmótor, vél sem búin er að standa úti allan veturinn, snjóa nokkrum sinnum í kaf og fá sinn skammt af Íslenskri veðráttu. Þessi vél er ekki mjög líkleg til að hrökkva í gang í fyrsta togi, en það segir samt ekki að hún sé ónýt, örlítið af Þórólfsúða(WD40) nýtt eldsneyti og þokkalegan skammt af þolinmæði og þá eru allar líkur á að það megi fá greyið til að mala aftur.
That´s it for to day :)...................................
Skítaveður í allan dag, og hefur þessum fyrsta degi verkfalls grunnskólakennara verið eitt að mestu leiti innandyra.
Gróf upp bók sem ég las fyrir mörgum árum og hafði þá mikil áhrif á mig, bókin heitir “Býr Íslendingur hér” og fjallar um fangavist Leifs Müllers í fangabúðum Nasizta í seinni heimstyrjöldinni, þetta er svakaleg lesning sem lætur engan eftir ósnortinn.
Í gærkvöldi kíktum við aðeins á Ninnu, þar settist ég fyrir framan fársjúkan tölvugarminn og hætti ekki fyrr en ég stautaði honum af stað og í samband við veraldarvefinn :).
Þetta var ekki ósvipað gamalli sláttuvél með Briggs&Stratton bensínmótor, vél sem búin er að standa úti allan veturinn, snjóa nokkrum sinnum í kaf og fá sinn skammt af Íslenskri veðráttu. Þessi vél er ekki mjög líkleg til að hrökkva í gang í fyrsta togi, en það segir samt ekki að hún sé ónýt, örlítið af Þórólfsúða(WD40) nýtt eldsneyti og þokkalegan skammt af þolinmæði og þá eru allar líkur á að það megi fá greyið til að mala aftur.
That´s it for to day :)...................................
Ummæli