..::Elsku Hjördís til hamingju með daginn::..
Í dag eru akkúrat sextán ár síðan frumburðurinn kom í heiminn. Tveim dögum áður en daman fæddist klemmdi ég mig illa á bílhurð, og daginn áður en hún fæddist varð að taka varð nöglina af baugfingri hægri handar, þarna hefði ég átt að hafa vit á að byðja um frí. En ég hafði ekki vit á því að byðja um frí og fór svo út á sjó um kvöldið. Ég var að byrja á Sænesinu og kunni ekki við að biðja um frí þótt að ég hafi verið löglega afsakaður út af fingrinum :(.
Nóttina eftir að ég fór veiktist svo Guðný, og korter fyrir tíu um morguninn fæddist Hjördís, þá vorum við staddir austan við Horn á leiðinni vestur á grunnslóð.
Hörður!! samtal við sigló gall í kallkerfinu um morguninn og ég fór upp í brú til að taka við samtalinu, það var Kalli tengdó sem færði mér fréttirnar, mér var fædd oggopínuponsulítil dóttir.
Þarna var maður enn einu sinni langt í burtu frá öllu sem manni var kærast og í engri aðstöðu til að komast heim :( litla daman var orðin þriggja vikna gömul þegar ég loksins komst heim til að sjá hana :).
Nú eru allt í einu sextán ár liðin og litla daman orðin stór, komin með kærasta og farin í framhaldsskóla, já tíminn flýgur áfram þó mér þyki ég alltaf vera tuttugu og fimm hehe.
That´s it for to day.................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi