..::Tilkynningarskildan::..
Þetta er nú eiginlega ekki hægt hehe, ég er algjörlega geldur á þessu bloggi, kannski er þetta aldurinn ;), en ég vill nú samt frekar kenna góða veðrinu um, hver nennir að hanga inni í þessu góða veðri..

Ég hef svo sem ekki gert mikið síðan ég skrifaði síðast.
Síðastliðið föstudagskvöld gerði ég atlögu að Heljardalsheiði, hún versnar alltaf þessi volæðisleið og var hún óvenjuerfið núna, ég fór langleiðina upp en það var mikill snjór efst og á endanum skorti mig þrek til að halda áfram, en þetta var ágætisæfing og nánast eina líkamsræktin sem ég stunda.

Fórum um helgina vestur í Hóla í Hjaltadal og vorum þar á ættarmóti á laugardaginn, um kvöldið var veisla þar sem ég og mínir gerðum veitingunum góð skil :). Á sunnudaginn var svo brunað heim aftur.

Við Guðný og Einar Már erum svo að fara til Búlgaríu á Mánudaginn með Hönnu Dóru Gunna og grislingunum.
Ég fer ekki austur þetta fríið, ég ætla alltaf austur en svo fer þetta alltaf á þá lund að ég fer ekki, Valdi Allavalda segir að ég komist aldrei austur hehe, vonandi hefur hann ekki rétt fyrir sér.
En núna er sem sagt austurferðin komin á hold eina ferðina enn.

Mynd dagsins er af okkur Bjarka Fannari, en ég fór með guttann í malarnámurnar og leifði honum að prufa Thumpinn, hann kemur vel til og var hinn efnilegasti.

Þá er það komið í bili.
Bið allar góðar vættir að fylgja ykkur um vandrataða villustíga lífsins.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hamingja er ákvörðun ekki satt?!

Dag nokkurn tók mjög efnaður maður son sinn með sér í ferð út á land í þeim tilgangi að sýna honum hvernig fátækt fólk býr. Þeir dvöldu tvo daga og nætur á sveitabýli sem myndi teljast fátæklegt.

Á leiðinni til baka spurði faðirinn son sinn hvernig honum hafi þótt ferðin.

"Hún var frábær Pabbi".

"Sástu hvernig fátækt fólk býr?" spurði faðirinn.

"Ó já," sagði sonurinn.

"Jæja, segðu mér, hvað lærðir þú af þessari ferð?" spurði faðirinn.

Sonurinn svaraði: "Ég sá að við eigum bara einn hund en þau eiga fjóra. Við eigum sundlaug sem nær úti miðjan garð en þau eiga læk sem engan enda tekur. Við erum með innflutt ljósker í garðinum en þau hafa milljón stjörnur á næturnar. Veröndin okkar nær alveg að framgarðinum en þau hafa allan sjóndeildarhringinn. Við eigum smá blett til að búa á en þau eiga akra sem ná eins langt og augað eygir. Við höfum þjónustufólk sem þjónar okkur en þau þjóna öðrum. Við þurfum að kaupa okkar mat en þau rækta sinn. Við erum með háa girðingu til að verja okkur en þau eru umkringd vinum sem verja þau".

Faðir drengsins var orðlaus. Þá bætti sonurinn við: "Takk pabbi, fyrir að sýna mér hve fátæk VIÐ erum."

Vinsælar færslur af þessu bloggi