..::Hvalreki::..
Morgunstund gefur gull í mund segir einhver staðar, ég veit samt ekki hvort það átti við þennan morguninn.
Ég vaknaði við það að stýrimaðurinn var komin inn í klefa til mín og sagði, “Hordur we catch Whale, ég var ekki að átta mig á því hvað félaginn var að meina og sagði ha!, yes we catch Whale but he is dead, maybe we cut some rope in trawl?.
Þetta var alveg nóg til þess að ég drattaðist á fætur og skottaðist á brókinni upp í brú til að berja þessa uppákomu augum.
Það fór ekki á milli mála að það var hvalshræ í trollinu, útblásið hvalshræ sem einhvernvegin hafði flækst í trollinu, sem betur fer slitnaði þessi ódráttur úr áður en dekkliðið féll í öngvit af pestinni sem steig upp að hræinu.
þegar útbelgt hvalshræið flaut í burt var það ekki ólíkt því sem hvalfriðunarsinnarnir blása upp og eru með til áherslu þegar þeir básúna hvalfriðun, kannski ögn verr lyktandi en svipað samt.

Á eftir fór ég að kanna hvort ekki hefðu verið teknar einhverjar myndir af þessari uppákomu.
Jú menn höfðu eitthvað myndað, samt sagði loftskeitamaðurinn að það hafi verið erfitt að mynda því pestin hefði verið þvílík að þeim hafi sortnað fyrir augum, það náðust samt nokkrar myndir.
Í óheppninni felst sú heppni að þetta helv... þvældist ekki aftur í poka því þá hefðum við lent í því að bisa þessu um borð, Guð einn veit hvernig það hefði endað :).

Á eftir erum við svo að leggja í hann heim, förum með skipi upp til Dakhla og þaðan upp til Palmas í fyrramálið, 16 okt er flugrútan okkar Las Palmas-Madrid-Amsterdam-Keflavík.
Þetta úthald er komið að fótum fram og við að leggja af stað heim ;);).


Ég setti nokkrar myndir af viðureigninni við hvalshræið inn í myndaalbúmið, þær eru í myndir af sjónum.

Læt þetta nægja í dag.
Megi Guð almáttugur forða ykkur frá úldnum hvalshræjum........

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Ha ha ha,hvað skildi það vera sem þú getur ekki dregið upp af hafsbotni????get samt alveg hugsað mér að lyktin hafi ekki verið góð.
Gangi þér heimferðin vel og við sjáumst vonandi fljótlega.Ég öfunda ykkur ekkert smá að vera að fara í ferðina mína.:-(

Vinsælar færslur af þessu bloggi