..::Gleðileg jól öll sem eitt::..
Það var komið fram á kvöld nítjánda des þegar ég loksins komst heim fyrir þessi jól, mikið var gott að koma heim ;).
Síðust jól hjá mér voru á hafinu en núna er komið að mér að vera heima ;).
Það var náttúrulega búið að gera mest allt sem gera þarf fyrir jólin svo þetta hefur bara verið rólegt hjá mér, má segja að ég hafi komið heim af sjó í frið og ró.
Annars fór 20 í að redda jólagjöfunum. 21 þá byrjaði ég á að setja nagladekkin á aukafelgurnar fyrir hjólið, svona ef það myndi frysta og gerði hjarn, svo var brunað í bæinn og keypt eitthvað að éta fyrir hátíðirnar, það fór dagurinn í það :).
Í gær var svo mjög rólegt, ég þvoði bílinn og skipti svo um olíu á hjólinu, þurfti náttúrulega að fá mér smá rúnt til að velgja olíuna á mótornum áður en ég lét hana buna af.

Guðný fékk einkunnirnar út úr fjarnáminu í gær, má ég til með að monta mig aðeins yfir frúnni því hún tók þetta upp á 10 eins og henni einni var lagið, hún er á réttri leið og ef hún heldur áfram á þessari braut þá get ég hætt að vinna fyrr en varir hehe.

Í dag er það svo Skötuveislan hjá Dísu og Gunna sem ber daginn uppi, Vigdís er föðursystir Guðnýar og heldur hún alltaf þessa líka fínu skötuveislu á Þorláksmessu, þetta er eiginlega Skötuveisla og ættarmót sambyggt ;).

Mynd dagsins er ársgömul, er hún af litla frænda mínum Hauk með jólasveinahúfu.

Ég óska ykkur öllum gleði og hamingjuríkra Jóla, og bið Guð og gæfuna um að fylgja ykkur um ókomna framtíð.
Þakka fyrir samveruna á liðnum árum og vonast til að hitta ykkur hress og kát á nýju ári.
Vona að nýja árið færi ykkur öllum fullan skammt af hamingju gleði og kærleika.
Jólakveðja Hörður Hólm

Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Merry Christmas and a Happy New Year
Häid Jõule ja Head Uut Aastat
Linksmų Kalėdų ir Laimingų Naujųjų Metų
اجمل التهاني بمناسبة الميلاد و حلول السنة الجديدة
С Рождеством Христовым и С наступающим Новым Годом

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Velkominn heim. Sendi þér líka bestu
kveðjur um gleðileg jól og þakka fyrir allt gamalt og gott.

Vinsælar færslur af þessu bloggi